Aðstæður í Reykjavík

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður í Reykjavík

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47439
    0801667969
    Meðlimur

    Fór í Hljómskálagarðinn í gærkveldi. Flott gönguskíðafæri. Notaði bláan. Skíðalyftur í borginni eru hins vegar lokaðar. Snjóleysi borið við. Hélt nú að þegar gras er undir þyrfti nánast engan snjó. En svona er Reykjavík í dag.

    Kv. Árni Alf.

    #56279
    Siggi Tommi
    Participant

    Talandi um það, hefur einhver séð til ísa í nágrenni Rvk eftir hlákuna?
    Enginn átt leið framhjá Eilífsdal eða séð hvernig Tvíbbinn er að bunkast í fjúkinu?

    #56280
    0801667969
    Meðlimur

    Mætti svo sem koma fram að útlit er fyrir að við opnum í Bláfjöllum á laugardaginn. Göngubraut var lögð í dag og renningur af fólki. Hér eru útsynningsél, bjart á milli og talsverður lágarenningur. Eitt fallegasta vetrar- og skíðaveður sem til er.

    Kv. Árni Alf.

    #56283
    0801667969
    Meðlimur

    Laugard.5 feb. kl.9:00

    Það má segja að hér í Bláfjöllum sé allt á kafi í snjó. Enn er mikil ofankoma og skafrenningur svo lokað er í dag. Vegurinn hér upp úr er meira að segja aðeins jeppafær sem er sjaldgæft. Frábær dagur til að fara út að leika sér en hafa snjóflóðahættu í huga sem er eðlilega mikil.

    Kv. Árni Alf.

    #56284
    Skabbi
    Participant

    Hvað segiru Árni, e-r líkur á því að það verði opið á morgun?

    Skabbi

    #56285
    0801667969
    Meðlimur

    Hæfilega bjartsýnn á morgundaginn. Smálægð á Faxaflóa gerir allar spár mjög ónákvæmar. Í gær var t.a.m. spáð hæglætisveðri og úrkomulausu. Reyndin varð allt önnur. Spár eru spár en við reynum allt til að opna.

    Færði út kvíarnar í dag og fór alla leið í Heiðmörkina á skíði. Fyrst yfir mjög úfið hraun og svo yfir golfvöll. Svo inn með Vífilsstaðahlíðinni inn að Búrfellsgjá umvafinn ilmi barrtrjánna.

    Af skíðalyftum innan borgarmarkanna er það að frétta að það á að reyna að opna á mánudaginn. Mér sýnist skv. veðurspá að mestallur snjór verði farinn úr borginni í síðasta lagi á miðvikudag. Dálítið dæmigert fyrir Reykjavíkurborg.

    Kv. Árni Alf.

    #56286
    Sissi
    Moderator

    Dagurinn í dag var eðall. Gott færi, mjög lítið skyggni. En það hefur þó þau jákvæðu hliðaráhrif að maður getur þrætt ferskt púður ferð eftir ferð án þess að fólk fatti það.

    Sýnist að morgundagurinn verði alls ekki síðri, gæti sést til sólar og svona.

    Sissi

    #56298
    1012803659
    Participant

    Við fórum nokkur á Móskarðshnjúkana í gær.
    Það er töluvert af snjó þarna uppfrá, og alveg hægt að þræða gil og skorninga, en það vantar base.
    Sárt að skíða niður úr lausasnjónum niður í grjótið.
    Vonum að hláka næstu daga búi til fínan base!

    IMG_8067.jpg

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.