Aðstæður fyrir norðan

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður fyrir norðan

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45944
    Gummi L
    Meðlimur

    Væru norðanmenn til í að upplýsa sunnanmenn um aðstæður til fjallaskíðunar í og við Eyjafjörð.

    #47896
    1402734069
    Meðlimur

    Það er sannkallað vorfæri í fjallinu þessa dagana!! Nægur snjór er fyrir ofan Strýtu og ekki miklar áhyggjur sem þarf að hafa af grjótum og þessháttar. Tekur bara stólalyftuna upp og niður. Ansi skemmtilegt sjónarhorn þegar þú ert á leið NIÐUR með stólalyftunni, getur dáðst að Eyjafirðinum á meðan.

    Það bætti í snjó rétt fyrir helgi en því miður ekki hægt að kalla það púður lengur. Eftir AKExtreme brettakeppnina eru svo nokkrir pallar til og einn nokkuð skemmtilegur í Suðurbakkanum.

    Næstkomandi fimmtudag og fram á sunnudag verður þó haldið Landsmót SKÍ í Hlíðarfjalli. Það verður því lítið um lausar troðnar brekkur og því betra að halda sig utanbrautar. Þó verður hægt að sjá margar myndarlegar stúlkur í þröngum göllum, nokkuð sem má njóta af pallinum í sólinni með góðar veitingar við hönd.

    #47897
    Jón Haukur
    Participant

    En hvernig eru snjólög norðan við Akureyri s.s. í Fjörðum, Flateyjardal og svo Norðanverðum Tröllaskaga, er eitthvað að hafa eða þarf maður að plampa með skíðin á bakinu.

    jh

    #47898
    0902703629
    Meðlimur

    Í Flateyjardal eru hlíðarnar hvítar og nægur snjór til að skíða í af toppi og niður í dalverpið. Fjörðurnar eru líka hvítar og það sama má segja með Kaldbak, þó að ekki sé hægt að skíða fjallið alveg niður í byggð. Snjórinn minnkar hinsvegar eftir því sem austar dregur og fjöll í Mývatnssveit eru til dæmis nánast snjólaus þó að fjalladrottningin Herðubreið skarti fagurlögðum hvítum brekkum einsog hennar er von og vísa á þessum árstíma.

    Á Tröllaskaga eru nægur snjór fyrir sannkallaða vorskíðun en spurning hversu langt lænurnar ná, sumar niður að bæ en aðrar styttra allt eftir staðsetningu. Þó kemst maður alltaf á snjó á milli fjarða þar sem landið liggur það hátt á svæðinu.

    Á Vindheimajökli (Kista, Blátindur, Strýta o.fl. fjöll) og inn í Glerárdal (Tröllafjall, Kerling, Glerárdalshnjúkur, Súlur, Kambshnjúkur o.fl. fjöll) er nægur snjór til að leika sér í. Það ætti að vera hægur leikur að skella sér upp á Súlumýrar og rölta inn dalinn upp á tindana og/eða fara með lyftunni upp á Brún Hlíðarfjalls og rölta á tindana þaðan.

    #47899
    0704685149
    Meðlimur

    Ég var að koma að frá Húsavík. Það er snjór í Víknafjöllunum austan megin þótt það sé ekki hvítt niður að sjó. Enginn ís í Kinninni… Telja má líklegt að það sé meiri snjór inn í Flateyjardal.
    Síðan er spáð Norða-austan átt í lok vikunar…þannig að það er ekki öll nótt úti enn…

    Kveðja
    Bassi

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.