Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › aðstæður á suðurlandi
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
10. janúar, 2007 at 12:32 #455523008774949Meðlimur
Veit einhver hvernig snjóalög eru í Tindfjöllum eða á Eyjafjallajökli??
10. janúar, 2007 at 13:35 #50887AnonymousInactiveÞegar ég var í Tindfjöllum (Ými og Ýmu) 1. janúar var eingöngu um mjög þunna mjöll yfir öllu en það hefur talsvert snjóað síðan.
Olli10. janúar, 2007 at 18:37 #508880801667969MeðlimurHlýtur nú að vera mökkur af snjó þegar komið er upp á Jökul. Var ekki eitthvað á Útiveruvefnum um gríðarlegt púður á Mýrdalsjökli s.l. helgi. Annars búið að vera skemmtilegt púður í Bláfjöllum í dag og víða hörku fínt skíðafæri (síst neðst í Kóngsgilinu). Um kaffileytið var reyndar komið mikið kóf. Allt að smella saman. Fyrst það er snjór í Bláfjöllum þá hlýtur að vera snjór á Suðurjöklasvæðinu.
Kv. Árni Alf.
11. janúar, 2007 at 09:34 #508892401754289MeðlimurVar með tvo á Snæfellsjökli í gær. Held að allur snjór á nesinu hafi skafið í leiðina upp og er hægt að skíða alveg niður í 200m hæð og kannski lægra fyrir þá sem nenna að vaxa skíðin eftir hverja ferð!!!
Bullandi snjóflóðaaðstæður hlémegin í „landslags gildrum“ og forðaðist ég allar stærri hlíðar sem voru í brattari hlutanum snúandi í suður áttirnar (ekki gleyma ýlinum, skófluni og stönginni ef þið farið að leika í snjónum!)
Skíðaaðstæður fínar en vindbarni snjórinn er frekar stífur sum staðar….íslenskt púður sem sagt
-7 til -13.3°C, mikið af hljóðinu WHOMPF (kann ekki íslensku þýðinguna á þessu orði) sem er vísir á MJÖG óstöðugt lag í snjónum…skoðaði það ekki vel en það var yfir leitt 5-10sm undir yfirborðinu.Langloka en það er næstum glæpur að tilkynna ekki aðstæður þegar eitthvað er í gangi.
Einhver tilkynti bílinn minn líka til lögreglu sem ætlaði svo að senda björgunarsveit á svæðið…kannski góð regla að setja miða í framrúðuna með smá betu og kannski símanúmerum (þínu og einhvers sem veit hvar þú ert og hvað þú ert að gera)
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.