Aðgengi í hættu vegna bjánaskapar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðgengi í hættu vegna bjánaskapar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47614

    Ég heyrði í ábúendum á Fremra Hálsi í Kjós í dag (bærinn sem er rétt við Spora). Frétti frá þeim að af þeim fjórum teymum sem hafa komið þangað undanfarið, hafi aðeins eitt haft fyrir því að tala við þau og láta vita af sér. Þau eru ekki sátt við þetta enda bara vel skiljanlegt. Sögðu að ef þetta héldi svona áfram þá þyrftu þau að setja stopp á það að fólk leggði í hlaðinu hjá þeim.

    Hvurslags andsk… örvitaskapur er það að dúkka bara upp, leggja í hlaðinu hjá ókunnugu fólki og segja ekki múkk? Maður hélt að það væri algerlega augljóst að það verði að láta vita af sér. Fyrir það fyrsta er nú lágmarkskurteisi að spyrja hvort það sé yfirleitt í lagi að leggja þarna og þá hvar, svo bílar séu ekki fyrir vinnandi fólki.

    Vil ekki sjá að þetta komi fyrir aftur. Þið sem kannist við að hafa farið nýlega og ekki látið vita af ykkur, skammist ykkar. Þið eruð að stofna þægilegu aðgengi að Spora í hættu. Ef þið vitið af liði sem er að fara í Spora og les ekki þennan vef, þá vinsamlegast komið þessu áleiðis.

    Aaaarrrrgggg….

    #57152
    1207862969
    Meðlimur

    Við Rúna bönkuðum upp á hjá bóndanum á föstudaginn. Hann var sá hressasti og fylgdist með okkur í gegnum kíki (sjónauka jafnvel) þegar við tróðum snjóinn yfir túnið hans.

    Sjálfsagt að láta vita af sér og biðja um leyfi. Það virtist líka auðfengið.

    #57155
    Skabbi
    Participant

    Magnað að þessi umræða skuli þurfa að eiga sér stað á hverjum vetri.

    Hjónin á Fremra-Hálsi hafa ævinlega tekið vel á móti klifrurum, jafnvel konum sem verður brátt í brók snemma morguns og þurfa nauðsynlega að komast á salerni.

    Eðlilega gremst þeim að sjá ókunnuga bíla dúkka upp á hlaðinu á öllum tímum sólarhringsins án þess að vita hverjir eru þar á ferð. Í fyrra hringdu þau á lögguna þegar óþekktur bíll hafði staðið á hlaðinu langt fram í myrkur, þau voru einfaldlega orðin áhyggjufull.

    Gott fólk, sýnum amk lágmarkskurteisi þegar við göngum um hlaðið hjá fólki sem alltaf hefur komið vel fram við okkur. Það kostar ekkert að banka uppá.

    Skabbi

    #57158
    2506663659
    Participant

    Minni einnig á að ef menn ætla að klifra undir Eyjafjöllunum þá þarf að láta bóndann vita. Spjallaði við hann síðast þegar fjöllin voru í aðstæðum og þá óskaði hann eftir því að menn létu vita af sér. Man nú ekki nafnið á bænum.

    kv,
    GSS

    #57163
    0801667969
    Meðlimur

    Það hefur þótt sjálfsögð kurteisi gegnum tíðina að biðja um leyfi a.m.k. láta vita af ferðum sínum. Sérstaklega ef menn fara gegnum bæjarhlaðið hjá einhverjum.

    Sjálfsagt að halda við góðum venjum þó ekki sé þetta bundið í lög. Reyndar er fæst gagnlegt bundið í lög.

    Sumt af þessu fer fram nánast í bakgarðinum hjá þessu fólki. Eðlilegt að láta vita af sér. Svalar forvitni bónda auk þess að vera öryggisventill fyrir t.a.m. klifrara. Svo er aldrei að vita hvaða fróðleik bóndi lumar á.

    Kv. Árni Alf.

    #57164
    1811843029
    Meðlimur

    Halelúja Bjöggi, vel mælt!

    Arni segir að fæst gagnlegt sé bundið í lög, sem er rétt.

    En eigum við mögulega að búa til einskonar siðareglur/leiðbeiningar Isalp sem væru aðgengilegar á vefnum okkar og fleiri stöðum.

    Það myndi kannski minna menn á og kenna þeim sem eru að byrja, þessa einföldu hluti eins og að banka uppá hjá bónda.

    Hvað finnst ykkur?

    Kv. Atli Páls.

    #57166
    Björk
    Participant


    samt algjör óþarfi að kalla fólk bjána!

    Auðvitað á að láta vita af ferðum sínum og sérstaklega ef maður leggur í hlaðinu hjá fólki. Oft er fjallafólk ansi oft snemma á ferðinni og kann þá kannski illa við að banka ef allt er slökkt snemma morguns. Er þá í lagi að skilja eftir miða eða á maður alltaf að banka?

    kv.
    Björk

    #57167
    Sissi
    Moderator

    Ef menn eru að klifra stutta leið sem tekur 10 min að labba í og er í hlaðinu á bóndabæ ætti einfaldlega að stefna á að vera ekki þarna fyrr en eftir fótferðatíma, um 10-leytið t.d.

    Þetta er ein fárra leiða hérna á SV-horninu sem er basically í hlaðinu hjá einhverjum, ef menn vilja taka alpastart er bara hægt að velja eitthvað annað.

    #57174
    1506774169
    Meðlimur

    Sammála síðasta, það er óþarfi að vera að vaða um hlaðið hjá bændum á þeim tíma sem einungis blaðberar, innbrotsþjófar og satan eru vakandi. Alveg nóg að mæta rétt fyrir birtingu.

    Það er allt í lagi að kalla menn bjána ef þeir eru að bjánast eitthvað :)

    #57177
    Freyr Ingi
    Participant

    Að sjálfsögðu eiga láta menn landeigendur vita.

    – Öryggisventill að einhver viti af manni
    – Góð ráð og upplýsingar frá heimamönnum
    – Svalar forvitni heimamanna (setjið ykkur í þeirra spor að þurfa að giska á hvað fólkið sem lagði bílnum sínum inni á túni er eiginlega að aðhafast)

    Annars er líka sniðugt að skilja eftir miða í framrúðu bílsins.
    Það er í raun og veru sniðug hefð sem ég tel að við ættum að koma okkur upp hér á landi.

    #57184

    Bændur og búalið geta lumað á góðum upplýsingum um frosna fossa og aðstæður.
    Hitti einmitt bóndann í Mörk á rúntinum við Klaustur í síðustu viku og hann bauð mér í bíltúr um landareignina. Hann sýndi mér alskonar stöff sem ég vissi ekki um áður.
    Samkvæmt honum er ísinn við Klaustur og Geirland með mesta móti núna. Allir eru velkomnir að koma og klifra og hann hefur bara fjandi gaman af því að fylgjast með, bara ef fólk fer ekki
    að tjóna sig.

    kv. Ági sveitakall

    [attachment=358]PC091057–b.jpg[/attachment]
    Fossarnir ofan við Mörk við Kirkjubæjarklaustur. Ekki besta mynd í heimi en gefur smá hugmynd um aðstæður.

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.