- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
23. febrúar, 2010 at 20:15 #47362Björgvin HilmarssonParticipant
Langar að biðja þá sem eru að pósta myndum á netið af einhverju fjallastússi, endilega að láta vita af því hér á vef Ísalp. Þetta er vissulega oft gert, þá með því að setja inn link á gallerý sem fólk hefur komið sér upp. En stundum þá fer þetta framhjá manni, sérstaklega þegar eingöngu er verið að pósta þessu á helv**is fésbókinni.
Nú ætla ég bara að taka eitt dæmi og það er af honum Dóra. Hann er ekki sérstakelga hörundssár og gæti auk þess lamið mig ef hann væri í stuði til þess. Þess vegna ætla að ég að nota tækifærið og skamma hann því hann var að pósta myndum frá Rjukan á fésbókinni en ekki hér, vef íslenskra fjallamanna. Skamm skamm!
Dóri, drífa sig svo í að setja inn link hér og hananú.
– Nett pirraður laumufésari
23. febrúar, 2010 at 21:02 #552252308862109ParticipantHenti inn nokkrum myndum úr ferð okkar félaganna til Rjukan fyrr í mánuðinum og það er rétt það fór fyrst á helv**is fésbókina afsaka það.
http://picasaweb.google.com/halldor86/Rjukan615Feb2010#
Er samt ekki viss hvort ég leggði í þig Bjöggi svo það má deila um endalok þess bardaga.
Kv Fésbókarvinurinn
23. febrúar, 2010 at 22:20 #552262806763069MeðlimurJá talandi um það Bjöggi, nú þegar þú hefur ekkert að gera og situr bara heima væri flott að fá nýjan skammt af mydum frá þér á veraldarvefinn.
23. febrúar, 2010 at 23:46 #55227Björgvin HilmarssonParticipantRétt hjá þér Ívar… commin’ up!
24. febrúar, 2010 at 10:35 #552311108755689MeðlimurÉg legg til að Bjöggi og Dóri fái úr þessu með bardagann skorið hið fyrsta. Það dugar ekki að hafa óútkljáða bardaga hangandi yfir sér.
B27. febrúar, 2010 at 11:03 #55265Björgvin HilmarssonParticipantJæja Ívar, þú baðst um það…
Hér eru m.a. myndir af Hardcore að fá væna rassskellingu í Tvíbbagili…
retro.smugmug.com/Ice-climbing/Tviburagil/Tvíburagil-various/7423684_UzJZ3#797056710_cyQPi
(Eitthvað að klikka greinilega með það að búa til link hér á síðunni, besta að láta tékka á því…)
27. febrúar, 2010 at 11:17 #552661108755689Meðlimurþað vantaði http:// fyrir framan
27. febrúar, 2010 at 11:35 #55267Björgvin HilmarssonParticipantÞegar ég setti http:// fyrir fram þá kom linkur yfir hálft URLið, ekki allt. Fannst betra að taka það út og hafa engan link á bakvið en asnalegan.
[editerað]
Hér eru myndirnar myndirnar…
28. febrúar, 2010 at 23:28 #552690111823999MeðlimurSkemmtilegar myndir .. verst með jakkann en gott með öklann!
1. mars, 2010 at 12:05 #55271Arnar JónssonParticipantTalandi um myndir..
Rakst á þessa skemmtilegu mynd. Því að fara útá land þegar þú getur klifrað heima hjá þér?
Btw. Fínar myndir hjá þér Bjöggi. Gaman að sjá myndir af flugferðum
Kv.
Arnar1. mars, 2010 at 14:54 #55272ABParticipantMjög flottar og skemmtilegar myndir.
AB
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.