Home › Umræður › Umræður › Almennt › Stjórn ÍSALP › Re: Það veit ég ekkert um, en hún er engin helv…
Hæ
Ég bið Sveinborgu hjartanlega velkomna í slaginn!
Rétt í þessu barst mér tölvupóstur frá núverandi stjórn, hvar hnykkt er á komandi aðalfundi.
Þar kemur fram að tveir ágætir herramenn sækjast eftir formannsstólnum. Einnig kemur þar fram að 4, þar á meðal ég, sækjast eftir setu í 7 manna stjórn.
Í færslu Örlygs hér að ofan kom fram að Viðar Helgason gefur kost á sér til setu í stjórn, þó að það hafi ekki komið fram í umræddum tölvupósti. Eins hefur Sveinborg tilkynnt framboð sitt. Mér reiknast því til að 6 manns séu í framboði, hið minnsta.
Nú segir í lögum ÍSALP: „Kjörtímabil formanns og fjögurra meðstjórnenda er tvö ár en tveggja meðstjórnenda eitt ár.“
Ljóst er að 3 af núverandi stjórnarmönnum ganga úr stjórninni en hvernig er með þá sem eftir sitja? Hverjir eiga fast sæti og hverjir eru að losna? Svo ég smætti spurninguna enn frekar; hversu margir sækjast eftir hve mörgum sætum í stjórn?
Enn sem komið er hefir ekkert heyrst af áformum þeirra Olla (Þorvaldar) og Önnu Maríu hvað varðar stjórnarsetu. Eins þætti mér sem meðlimi í ÍSALP og frambjóðenda til stjórnar áhugavert að fá frekari deili á Henrý Hálfdánarsyni, sem einnig hefur tilkynnt framboð.
„Amma, spurðu ekki hvað Amríka getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir Amríku!“
– Baddi í Djöflaeyjunni
Allez!
Skabbi