Re: svar: Veit einhver um ísaðstæður? – nánari fréttir og klettaklifur líka

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Veit einhver um ísaðstæður? Re: svar: Veit einhver um ísaðstæður? – nánari fréttir og klettaklifur líka

#47654
0405614209
Participant

Sælir.

Ég fór í dag í Glymsgil og það var akkúrat enginn ís þar, ekki einu sinni hrat á ánni. Sömu sögu er að segja úr Múlafjallinu – þar er örþunnt skæni syðst í hamrabeltinu.

Úr þessum hörmungum héldum við (ég og C.Smith jöklabani) beina leið í Valshamar og opnuðum þar formlega klettaklifurvertíðina 2003. Fínar aðstæður – kletturinn skraufaþurr og alls ekki svo kaldur. Eiginlega stórfínar aðstæður og blankalogn. Skrattans hliðin voru harðlokuð, bæði tvö, en það er hægt að fara hjáleiðina sem endar neðan við bústaðina beint fyrir neðan hamarinn.

Ég gjóaði svo aðeins augunum upp í Eilífsdal á leiðinni til baka og það var ekki mikið að sjá þar heldur.

Ísaxir til sölu – kosta eina tölu!