Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Valshamar – ný leið › Re: svar: Valshamar – ný leið
Sammála Halla.
Er á því að leiðir, sérstaklega í léttari kantinum, eigi að vera sæmilega þægilega boltaðar því þær klifrar aðallega fólk sem er að byrja að leiða og vanta reynslu. Slæmt ef sú reynsla fæst ekki nema með því að leggja menn í stórhættu því menn vilja jú reyna að príla leiðir sem reyna aðeins á. Og ekki batna menn mikið í klifri en menn klifra bara leiðir sem menn fara létt með.
Er ekki sammála þeirri hugsun að ef menn treysti sér ekki að leiða runout leið þá eigi menn ekkert erindi í þá gráðu og eigi að halda sig í léttara brölti. Það er nefnilega ekki sambærilegt fyrir t.d. 5.10 klifrara að leiða runout 5.8 leið og einhvern sem er að berjast við þá gráðu – getur boðið hættunni heim, sérstaklega ef reynsluna vantar…
Annars er ég sammála því að lang flestar leiðir eru í góðu standi en þó eru þær nokkrar sem maður hefði gjarnan viljað sjá lagfærðar.
Jákvætt að sjá umræðu um þetta mikla hitamál!