Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

#48528
Ólafur
Participant

Menn hafa nú snúið við af fjöllum áður af ýmsum ástæðum en þetta er sennilega með því betra sem ég hef heyrt…snérum við vegna þess að við lentum í Batman :)

En svona grínlaust þá er þetta umhugsunarvert fyrir auma útivistarmenn. Það er sjálfsagt að sýna svona löguðu tillitsemi en geta menn virkilega lokað heilu jöklunum fyrir gangandi vegfarendum? Þetta stefnir náttúrulega í óefni þegar ekki minni menn en Bond og Batman eru orðnir reglulegir gestir í Öræfum.

Hvað segir nýskipaður Dómari um svona?

-Jókerinn