Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Valshamar og Bensínbor › Re: svar: Kaupið rafstöð!
Hef ekki prófað að nota rafstöð eins og Karlinn stingur uppá en lausnin hans Jónka (létt borvél með þurrgeymi sem hægt er að hafa í bakpoka eða hangandi utan á sér) er góð. Borvélin sjálf er þá mjög létt sem skiptir miklu máli.
Hef á tilfinningunni að það sé góð lausn ef menn stefna á rafmagnsgræju á annað borð. Það er tiltölulega þægilegt að þvælast með þetta ef menn eru að bora á afskekktum stöðum eða langt uppí fjallshlíðum.
Það þyrfti síðan að vera einhver umsjónarmaður með græjunni. Hef ekki miklar áhyggjur af því að Pétur og Páll fari að gata kletta í stórum stíl hér og hvar en sjálfsagt að fylgjast vel með og að aðeins „afar gamlir/traustir gaurar“ hafi aðgang að vélinni.