Re: svar: Hva vantar ykkur ís???? Hér er nóg

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hva vantar ykkur ís???? Hér er nóg Re: svar: Hva vantar ykkur ís???? Hér er nóg

#47738
0704685149
Meðlimur

Telemarkhátíðin á Akureyri 2003, henni verður ekki frestað og allra síst verður hún flutt eitthvað til! Það snjóaði síðustu nótt hér fyrir norðan og einnig aðeins í dag. Það er nægur snjór í fjallinu, það var t.d. opið á Dalvík um síðustu helgi og í vikunni og þeirra skíðasvæði stendur mun lægra en skíðaaðstaða allra landsmanna í Hliðarfjalli við Akureyri. Það hefur ekki verið hægt að hafa opið í Hlíðarfjalli fyrir suðvestan roki síðustu vikur, það er enn snjór í fjallinu. Þótt snjóalög nú í febrúar séu líkari því sem maður á að venjast í byrjun maí, þ.e.a.s. blautt vorfæri í sól og sunnanvindi.

En það er hægt að hugga sig við það, að mars er snjóþyngsti mánuður ársins hér á Akureyri og sá úrkomumesti. Úrkomumælingar nærri því síðustu fimm áratugi staðfesta það. (sjá skýrslu um úrkomumælingar á skeytaveðurstöðvum á Íslandi á árunum 1945 til 1991 gefna út af Háskóla fjölritun 1993) Í þessari skýrslu sést að ööl þessi ár hefur vanalega byrjað að snjó lítið eitt síðustu vikuna í febrúar og síðan kyngt niður snjó fyrstu tvær vikurnar í mars.

Ekki örvænta heldur farið að hugsa fyrir gistingu og staðfestið þátttöku ykkar hér á síðunni, og vinsamlegast takið fram hvort þið ætlið að taka þátt í hófinum á laugardagskvöldið.

kveðja