Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Grafarfoss… › Re: svar: Grafarfoss…
29. desember, 2004 at 10:22
#49244
Siggi Tommi
Participant
Var á Akureyrinni í jólafríi með frúnni.
Skellti mér við þriðja mann að klöngast í ís að Munkaþverá. Flottu leiðirnar norðan og austan megin í gilinu voru ekki í aðstæðum en styttri (<10m) og léttari leiðir voru þokkalegar að sunnan.
Kíkti upp í Vaðlaheiði og þar var Tönnin í þokkalegum gír sýndist mér (gafst ekki tími í að fara upp að henni) og Ís með dýfu var skítþokkalegur en þó þynnri en tönnin. Viðmælendur mínir höfðu ekki fregnir af aðstæðum í Köldukinn.
Ísboulderaði í Glerárgili í góðum ís í stuttum leiðum.
Sá töluvert af vel þykkum línum í Hörgárdal og Öxnadal á leiðinni suður þannig að þetta er mest allt komið í góðan gír á Norðurlandinu…