Re: svar: Eru norðan menn latir menn?

Home Umræður Umræður Almennt Eru norðan menn latir menn? Re: svar: Eru norðan menn latir menn?

#48399
0902703629
Meðlimur

Svei mér þá Palli minn? – Ertu byrjaður að ryðga í landafræðinni? Ég veit svosem ekki hvernig þið NAGLARNIR báruð ykkur að í denn en svona gerum við þetta núna:

Við mætum upp í Hlíðarfjall kl. 10:00, tökum lyftuna upp að síðasta lyftustaur, öxlum skíði og örkum af stað á tveimur jafnfljótum upp á Brún, stiklum á Brúninni og sumir ákveða að skella sér þaðan niður en aðrir líta á Vindheimajökul sem sannkallað leikfangaland og skella sér á Strýtu eða Kistu eða skíða jafnvel í sund á Þelamörk. Þess má geta að Strýta og Kista eru meðal hæðstu fjalla á Tröllaskaganum og þó þau séu ekki, strangt til tekið, í Hlíðarfjalli þá er hægur vandi að skella sér þangað svona fyrst maður er á annað borð að brölta. Enn aðrir arka örlítið sunnar, brölta upp á Blátind (sem er ekki mikil hæðarhækkun) og niður Hlíðarfjallsskálina. Hlíðarfjall býður nefninlega, Palli minn, upp á annað og meira en troðnar brekkur og bleikan samfesting.

– Þetta með skinnin!? Æi, þau gleymast alltaf, þú veist hvernig þetta er, maður ætlar alltaf rétt að skjótast,…en svo…. Eða einsog Guðmundur frá Miðdal orðaði það: Útþrá og fjallahugur er óstöðvandi einsog steinn, sem losnað hefur í hengiflugi.

Annars býð ég þér, hér með, í ferð með mér um leyndar hlíðar Hlíðarfjalls og nágrennis þegar þú átt leið um Akureyri og þá get ég farið í gegnum landafræðina með þér, svona um leið og aðrir JAXLAR (einsog þú orðaðir það) geta fengið að fljóta með húsmóðurinni!