Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Strýtusveifla og samhliðasvig. › Re: svar: Diskó sveifla
Sæll
Það er nú frábært að þið hafið skemmt ykkur vel á Telemarkhátíðinni.
Og vonandi ertu að lesa þér til um Akureyri…því við munum hafa spurningarkeppni um Akureyri næst.
Þið tókuð flott á því í stökkkeppninni, verið nú duglegir að æfa ykkur og breiða út boðskapinn hvað fólk missti af.
Það er einnig leitt að heyra að þú fílir ekki DJ. Grétar…okkur Böbba finnst hann bestur.
Það var greinilegt að hópurinn fílaði hann einnig því flestir voru á Amor, þannig að meirihlutinn réð…
En satt besta að segja þá tókum við ákvörðun um það að skipta okkur ekki af tónlistarvali skemmtistaðana um síðustu helgi…á svona rölti þá tvístrast hópurinn alltaf.
En við söknuðum ykkar ásamt fleirum á sunnudagsmorguninn.
Sjáumst að ári og vonandi fyrr.
Með kveðju
Bassi