15. október, 2006 at 16:28
#50680
![](http://www.isalp.is/wp-content/plugins/a3-lazy-load/assets/images/lazy_placeholder.gif)
Meðlimur
Það er mikill fróðleikur í öllum Ísalp blöðunum, ekki síst þeim elstu en þá kom ritið út nokkrum sinnum á ári. Mér finnst ég rekast alltof oft á óþarfa vanþekkingu Ísalp félaga sem eru yngri en ég (líklega flestir). Væri ekki möguleiki að skanna þessi rit inn og gera þau aðgengilegri. Mér datt þetta í hug því inn í Gígjökli um daginn hafði ekki nokkur kjaftur lesið um Helga Ben. og fleiri skíða í „Hollywood þynnku“ niður Jökulinn. Ég heyri lítið af skíðamennsku niður Gígjökul þessa dagana.
Kv. Árni Alf.