Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Kerlingareldur › Re: svar: Alpagráður
Ég held að þú sért ekki alveg að ná þessu Halli. Málið snýst um það að þú veist ekki alltaf fyrirfram hvað leiðin er hættuleg. Það sést ekki á tölunni 5.8 . Af hverju heldur þú að þetta alpagráðukerfi sé notað í Ölpunum, vöggu klifursins? Það er til þess að fólk geti séð það fyrirfram hvað leiðin geti hugsanlega verið alvarleg. Samt er bergið þar mun traustara en hérlendis.
Hefðum við félagarnir komist í Kerlingareldinn fyrir tveimur árum hefði það líklega endað með slysi. Leiðin er gráðuð 5.8 og við sem lítt reyndir klifrarar einblíndum um of á það. Alpagráða hefði sagt okkur ýmislegt.
Þessi ,,varlega“ röksemdafærsla hjá Halla er nú bara hlægileg. Öll gráðun hlýtur að miðast við að fólk fari varlega eða hefur einhver séð leið gráðaða: ,,5.6 ef þú ert varkár, annars 5.7 .“ Alvarleiki leiða breytist því ekki þótt maður passi sig voða voða vel.
Það er alveg rétt að maður á að fara varlega og „leita sér upplýsinga um göngu- og klifurleiðir sem maður ætlar útí.“
Til að þessar upplýsingar veiti sem besta innsýn í fyrirætlaða leið þurfa hlutir eins og hugsanlegur alvarleiki að koma fram. Heilbrigð skynsemi mun auðvitað alltaf vera mikilvægust en upplýsingar eru líka mikilvægar og þær þurfa að taka til sem flestra þátta í klifri. Það gera alpagráður. Og ég spyr aftur : Hvernig er hægt að vera á móti þessu? ( Ekki allavega með ,,flóknu“, ,,nenni ekki“ , eða ,,lítið klifursamfélag“ -rökunum aftur).
Það er rétt að taka það fram að ekki má misskilja þessa umræðu svo að Kerlingareldurinn sé stórhættuleg leið þótt hún sé að vissu leyti dálítið alvarleg. Leiðin er frábær og ég mæli með henni.
Ef einhver vill spjalla um þetta meira þá er síminn :694-7083. Ef maður skrifar áfram svona langlokur verður enginn tími afgangs fyrir klifur. Hafið endilega samband.
Kveðja,
Andri gráðukall og alpawannabe