Home › Umræður › Umræður › Almennt › Tryggingamál › Re: Re: Tryggingamál
Duglegur strákur Gummi. Ég reyndar fór með þáverandi meðlimum stjórnar á fundi hjá öllum íslensku tryggingarfélögunum fyrir svona tveimur árum. Við reyndum að leiða þeim fyrir sjónir að mögulega væri ÍSALP góður markaður fyrir þá – gegn því að tryggingar næðu líka yfir klifur.
Við ræddum einnig við einhverja klúbba í skandinavíu bæði til að kynna okkur stöðuna þar og til að kanna möguleika á að ganga inn í þeirra tryggingar.
Árangurinn var vægast sagt lélegur – ég er reydnar tryggður núna hjá Sjóvá gegn varanlegri örorku og var áður með frekar dýra samskonar tryggingu frá Allianz.
En ég er mjög spenntur að heyra hvað þessir tveir nýju aðilar eru að bjóða. Það hljómar eins og þú hafir þegar komist lengra en við gerðum þarna um árið.
Hvað trygginguna hans Steinars áhrærir gildir hún á Íslandi, en ekki í heimalandi tryggingaþegans – tryggingin er ferðatrygging sem austurríski alpaklúbburinn selur aðalega á UK markað. Austurríkismennirnir halda á þennan hátt út UK hluta af sínum klúbbi og græða líklega vel á því. Vel athugandi möguleiki fyrir þá sem eru að ferðast en virkar ekki að óbreyttu fyrir okkur hér heima. En kannski eru þeir til umræðu um samstarf.
Góðar stundir,
Ívar