Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56028
Siggi Tommi
Participant

Hugmynd að úrbótum
Færa keypt&selt út af spjallinu og koma því undir sér haus í Aðalvalinu.

Frekar pirrandi þegar dritast inn haugur af sölutilkynningum sem drekkja gáfulegu þráðunum hérna inni.
Akkúrat núna eru t.d. fjórir af tíu forsíðuþráðunum Keypt/selt…

Myndadæmið hérna er fínt til að henda inn einni og einni mynd með spjalli en ég nota sjálfur Picasa og linka á það héðan. Finnst ekkert að því formati enda erfitt að þróa isalp.is að það geti keppt við slíka vefi í fúnskjón. Þurfum þá ekki heldur að geyma einhver ósköp af gögnum undir gallerí félagsmanna með tilheyrandi kostnaði.

Annars er hérna áhugaverð grein um búnað í ísklifri.
http://www.aai.cc/pdf_download/Equipment_Ice_Mixed_Climbing.pdf

Var að lesa bókina hans Steve House um jólin. Beyond the Mountain heitir hún og er gríðarleg snilld (alla vega helmingurinn sem ég er búinn með).
Veit ekki hvort hún er til í hérlendum bókabúðum reyndar…