Home › Umræður › Umræður › Almennt › Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar? › Re: Re: Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar?
Það stendur reyndar á öllum þessum skiltum:
„Watch out for falling ice“ sem er brandari út af fyrir sig.
„Vertu á varðbergi gagnvart íshruni“???
Þetta eru beinlínis banvænar ráðleggingar.
Hljómar eins og það sé í lagi að fara þarna inn ef menn eru bara á varðbergi. Þetta gerist hins vegar á 1-2 sekúndum. Skiltin eru því banvæn.
Það þarf að koma fram að það sé lífshættulegt að koma nálægt svona íshellum a.m.k. að sumarlagi.
Almennar upplýsingar til ferðamanna um hættuna af íshellum eru mun vænlegri forvörn en eitt og eitt skilti. Íshellarnir eru óteljandi og koma og fara flestir á stuttum tíma.
Kv. Árni Alf.
P.S. Veit ekki nákvæmlega hver ber ábyrgð á þessum skiltum en þetta er eitthvað tengt Landsbjörgu.