Re: Re: Skálafell

Home Umræður Umræður Almennt Skálafell Re: Re: Skálafell

#57357
0801667969
Meðlimur

Það er talsvert hagsmunamál fyrir skíðafólk á suðvesturhorninu þar sem meirihluti þjóðarinnar býr að hafa Skálafellið opið. Þetta snýst mest um fleiri opnunardaga þar sem Bláfjöllin eru viðkvæm fyrir austanátt. Skálafellið er að sama skapi mjög viðkvæmt fyrir norðanátt.

Brekkur Skálafells eru mun fjölskylduvænni og byrjendavænni og svæðið býður upp á miklu meira pláss. Lítið rými er einfaldlega vandamál í Bláfjöllum.

Mér finnst a.m.k. alltaf skemmtilegt að koma í Skálafellið. Gjörólíkt umhverfi.

Önnur vandamál fækka skíðadögum. T.a.m. þá er mikill vatnselgur þessa stundina í Bláfjöllum og vandkvæðum bundið að opna þó veður verði skaplegt. Slíkt held ég að sé ekki almennt vandamál í Skálafelli. Ágætt dæmi er að væntanlega verður lokað á morgun. Einn dýrmætur helgarskíðadagur þannig farinn í súginn.

En auðvitað snýst þetta um fjármuni þó ekki séu upphæðirnar háar.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/14/vilja_opna_besta_skidasvaedid/

Kv. Árni Alf.

P.S. Íslenskir skíðamenn hljóta að vera lélegustu lobbýistar í heimi miðað við hversu litlu þeir fá framgengt.