Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Professionals at work › Re: Re: Professionals at work
Sissi, ég held að lesendur bíði spenntir eftir að heyra þetta með fall faktor 2″
Jafnvel þó að tryggjarinn hefði ekki hlaupið frá brúninni og hopparinn hrunið í svelginn þá næst aðeins faktor 1 !
Svo er það þetta með fagmennsku atvinnumannanna:
Fyrir margt löngu tók mikill snjóflóðagúrú að sér að halda ísklifurnámskeið fyrir klúbbinn.
Hann valdi námskeiðinu stað hlémegin í mikilli hlíð þrátt fyrir að Veðurstofan hefði verið með stormviðvaranir í 2 eða 3 daga á undan. Auðvitað lenti hópurinn í snjóflóði.
Það hefur verið sett fram lögmál sem segir að fylgni sé milli þekkingar á snjóflóðum og líkum á að lenda í flóði. Það sannaðist vel þarna.
Síðan þetta gerðist, hef ég ekki lesið staf um snjóflóð og stefni á að meðfædd gleymska tryggi mér með tíð og tíma algert þekkingarleysi á þessu sviði…..
Góðar stundir