Re: Re: Orðsending frá uppstillinganefnd

Home Umræður Umræður Almennt Orðsending frá uppstillinganefnd Re: Re: Orðsending frá uppstillinganefnd

#57334
1811843029
Meðlimur

Já, það er ekki gott að sjá eftir þessum eðal mannskap úr stjórninni. En strákarnir eru búnir að standa sig vel, þrátt fyrir miklar annir, barneignir og fleira.

Það er margt spennandi fram undan hjá Isalp og nýjir stjórnar meðlimir munu taka þátt í að móta starf klúbbsins næsta árið og árin.

Framundan eru auðvitað fastir liðir eins og venjulega, ísfestival fyrir vestan, telemark festival, Banff, myndasýningar og fleira.

Svo er ýmislegt annað í pípunum, Bratta nefnd er komin á fullt, meiri fréttir af því fljótlega. Núverandi stjórn hefur einnig verið að vinna að málum eins og leiðaskráningum, tryggingamálum og fleiru sem þarf að klára.

Hlakka til að sjá nýtt og ferskt fólk í stjórn Isalp!

Atli Páls.