Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

Home Umræður Umræður Almennt Meira af afrekum ferðaþjónustunnar Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

#57049
2806763069
Meðlimur

Sælir

ÍFLM á ekkert í þessum gámum þarna, þvæ hendur okkar af því! Það er þó gleði efni að sá hluti þeirra þúsundu túrhesta sem koma þarna og eru algerlega í spreng eða þaðan af verra hafa nú möguleika á að komast á salernið en þurfa ekki að skilja eftir pappír og með því á bakvið stein. Geri ráð fyrir að Óðin fagni því heils hugar!

Ég fagna einnig þeim umbótum sem hafa verið gerðar á veginum þarna inn eftir og vona svo sannarlega að vegurinn verði fljótlega gerður enn betri svo að við getum af öryggi starfað þarna allt árið – án þess að þurfa að óttast smá snjó sem fyllir í niðurgrafinn veginn.

Hvað Sóló varðar þá hef ég líklega aldrei komið þangað án þess að fá greitt fyrir það og sé því ekki að bætt aðgengi að honum eigi að koma á neinn hátt illa við fjallamenn landsins, þ.e. það koma varla nokkrir þangað nema túrhestar og þeir sem eru á byrjenda námskeiðum.

Svo er bara kannski að koma að þeim tíma að leysa verði nokkur vandamál fyrir ferðaþjónustuna svo að hún megi vera sú stoð í Íslensku efnahagslífi sem þjóðfélagið gerir kröfu um.
Eins og með aðrar iðnvæðingu eru ekki allir sammála. Það er svo sjálfsagt að menn sýni þessum iðnaði sem öðrum aðhald með opini umræðu.

En við getum jú ekki öll lifað af því að rækta rollu, framleiða ál, forrita tölvur eða veiða fisk.

Góðar stundir