Home › Umræður › Umræður › Keypt & selt › Lausir steinar í Valshamri › Re: Re: Lausir steinar í Valshamri
Já… spurning hversu stórt mál þetta er og er ég ekki sá reyndasti í þessum efnum og hugsanlega ofmat hjá mér…
Síðast þegar ég klifraði í Valhamri, sem þó var í byrjun sumars, þá leit ég þetta sömu augum og þið segið, þ.e. fannst þetta ekkert til að tala um…
Aftur á móti brá mér svolítið þegar ég mætti til klifurs um helgina þar sem að allt í einu fannst mér steinarnir miklu lausari en áður. Eins og þeir hafi losnað enn meira og jafnvel spurning hvort það sé jafnvel nýskeð.
Það þurfa greinilega fleiri að hafa skoðun á þessu áður en nokkuð er ákveðið. Mín upplifun var allavega þessi.
P.S. lausu steinarnir uppi í Eilífi eru út af leið en flagan neðst niðri er, ef hún er laus, í leiðinni nema klifruð sé upp skoran.
P.P.S. ég velti fyrir mér hvort það sé líka laus flaga í Blómálfum en það er hugsanlega vitleysa.