Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður 2012-2013 › Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013
9. desember, 2012 at 20:28
#58007
Arni Stefan
Keymaster
Við Viktor fórum í Villingadal í gær. Þar er böns af ís og fínt klifur.
[attachment=508]1_2012-12-09.jpg[/attachment]
„Aðal“ fossarnir.
[attachment=509]2_2012-12-09.jpg[/attachment]
Gilveggurinn vinstra megin í dalnum.
Í dag var svo Brynjudalur nánast íslaus, reyndar Flugugil frekar hvítt og við sáum ekki nógu vel hvort það væri nægur ís eða hvort þetta væri mest snjór. Annað í dalnum er íslaust.
Spori og nágrannar hans eru síðan sæmilega feitir og bóndinn bara hress.