Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður › Re: Re: Ísaðstæður
26. desember, 2012 at 17:22
#58069
AB
Participant
Við Guðmundur Logi fórum í Tvíburagil í dag. Þar hittum við fyrir Berglindi og Heiðu. Gilið er fremur íslítið en þó eru nokkrar leiðir færar. Við þurrtóluðum „Helvítis fokking fokk“ upp að efsta bolta en leiðin er svo að segja íslaus. „Ólympíska félagið“ reyndist vera í góðum en krefjandi aðstæðum. Hvorugur Tvíburafossanna, efri og neðri, er í aðstæðum.
55° virtist þunn, séð úr fjarska.
Kveðja,
AB