Home › Umræður › Umræður › Almennt › Ferð niður í Þríhnúkahelli › Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli
11. október, 2011 at 11:54
#56954
Karl
Participant
Það er engin ástæða til að sitja bara heima og lesa.
Hugmynd Steinars um að síga og júmma í 2 áföngum með neðri línu haldið upp af stálvír er alveg brilliant. Það er þó háð því að vírinn sé ekki líklegur til að losa um grjót þar sem hann liggur á bergi.
Þá væri auðveldast að taka efra sigið á grigri og það neðra á þyngstu áttunni sem menn eiga. Það er nú ekki flókið að síga tvö sig og taka tvö júmm….
Verst hvað júmmið er seinlegt og ekki getur nema einn maður verið á ferðinni í einu.
Ég á ágætan stálvír í þetta sem klúbburinn getur fengið.Þið þurfið þá að kaupa nokkrar víraklemmur og kós í Ísfelli.