Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Umræður Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56946
Karl
Participant

Hvað ætlar þú eiginlega að æfa í Tintron? -Júmm?

Það eru tvennt sem er hættulegt við Þríhnúkahelli.
a). Júmm. Af eigin reynslu og annara þá er ég alfarið á móti því að menn júmmi upp.
b). Grjóthrun. Þetta er random áhætta. Mestu skiptir að miðja vel línuna svo hún nái ekki útí. Þessi hætta verður alltaf til staðar í þessum helli.

Það er í raun sáreinfalt að fara í þennan helli að vetri. Ég er hálftíma á staðnum að rigga búnað til sigs og hífinga.

Það sem þarf er:
Jeppi
200m lína
15 m lína
30m lína
10m lína 2 stk
tvær venjulegar blakkir
grigri 3 stk
Traxion 1 stk
Nokkrar karabínur og slingar
Analog talstöðvar 3 stk.
Belti

2 grigri eru notaðir til að fínstilla stöðu miðjublakkarinnar með 10m línunum, hin blökkin eða rúlluhjól eru á barminum bílmegin. 2 stk grigri eru einfaldlega til tímasparnaðar og þá sleppa menn við margendurteknar hnýtingar.
Sigmaður er festur í aðallínuna en notar 15m línuna og grigri til að síga af gígbarminum þar til aðallínan heldur honum. 30m lína og traxion er notað til að hífa hann upp á gígbarminn frá þeim stað sem aðallínan nær honum. Með þessu móti er engin hitamyndun á aðal línunni vegna sigbremsu
Það þarf einn mann til aðstoðar á brúninni og einn bílstjóra.

Þetta er mikið fljótlegra og auðveldara en að brölta á Hraundranga.
Engin ástæða til að láta slæma reynslu af júmmi aftra sér frá því að fara þetta.