Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57546
0801667969
Meðlimur

Föstudagur 2. mars kl. 18:00

Keypti Moggann í Bónus núna áðan.

Las að febrúar hafi verið óvenju hlýr og úrkomusamur um land allt. Í Reykjavík var hitinn 2,2 gráðum yfir meðallagi. Þetta er áttundi hlýjasti febrúar frá upphafi mælinga í Reykjavík. Merkilegt nokk þá hefur manni fundist hitinn í Bláfjöllum sjaldnast komast yfir frostmark. Sýnir kannski vel hvað lítið er að marka það sem manni finnst.

Svo eru það stærstu jarðskjálftar í nágrenni Reykjavíkur. Annar 1929 og hinn 1968. Annar 6 á Richter og hinn líklega 6,5. Sé ekki betur en þeir eigi upptök við suðurenda skíðasvæðisins. Gott að eiga góða granna. Annars dreymir mig alltaf um lítið fallegt túristagos í Strompunum sem eru fallegir gígar við skíðasvæðið.

Segið svo að ekki það sé ekkert merkilegt í Mogganum. Nema hann ljúgi þessu öllu!

Kv. Árni Alf.