Home › Umræður › Umræður › Almennt › allir á Hnúkinn! › Re: Re: allir á Hnúkinn!
Það er best að taka þátt í þessari líflegustu umræðu sem hefur verið hér á spjallinu lengi.
Ég tek undir með fyrri ræðumönnum að það skal fara varlega í gagnrýna gjörðir og ákvarðanir annarra eftirá, sérstaklega ef maður var ekki sjálfur á staðnum.
Hinsvegar er alveg ljóst að það er margt misjafnt að gerast í þessum hnjúkaferðum á vorin og margir af þeim sem eru að taka að sér að leiða hópa þarna upp eru alls ekki með þá reynslu og þekkingu sem til þarf. Umræða um þetta er holl og góð.
Ég verð nú líka að segja að mín skoðun er sú það er ekki gáfulegt að skilja eftir bakpokann sinn þegar maður er staddur á hæsta jökli landsins! Ég veit ekki hversu oft ég hef útskýrt þetta fyrir mínum kúnnum, að við skiljum ekki pokana eftir því veður getur breyst og ef eitthvað kemur uppá er gott að hafa búnaðinn sinn með sér, til þess er hann jú. Þetta vita allir reyndir leiðsögumenn.
En þar sem við búum við þann raunveruleika að hver sem er getur kallað sig sérfræðing í fjalla ferðum þá er ljóst að misreynt fólk tekur að sér að leiða hópa á fjöll og jökla. Það er algengur misskilningur að það sé nóg að hafa farið nokkrum sinnum á fjöll til að geta svo farið að leiða óvana.
Það kunna margir að negla nagla, en ekki þar með sagt að þeir séu smiðir;-)
Atli Páls.