Re: Re: Aðstæður. Taka 3

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2 Re: Re: Aðstæður. Taka 3

#56102

Ég og Birgir Blöndahl fórum í Kjósina í dag til að vígja nýjar half-rope (Beal, 60 m, 8.1 mm, Golden Dry) línur. Þar sem Kórinn (Spori o.fl.) virtist í þynnra lagi tókum við stefnuna á Brynjudal. Stoppuðum neðar í Kjósinni þar sem við sáum álitlega línu. Eftir stutt labb (ca. 10 mín) stóðum við undir henni og enn aftur létum við blekkjast af fjárlægðinni. Við enduðum á að klifra alla leiðina upp í þremur spönnum (næst í 2 spönnum) og sigum svo í tveimur V-þræðingum (alls rúmir 100 m).

Þetta var fyrsta alvöru ísklifrið okkar með okkar eigin búnaði, í half-rope með eigin millitryggingum. Höfðum áður klifið Spora tvisvar í single rope og notast við sigakkerin sem Freysi setti upp.

Skv. leiðarvísi ÍSALP nr. 23 Hvalfjörður og Kjós er sennilegt að við höfum klifið leið nr. 38 Dauðsmannsfoss (Gráða 2-3, 100 m), „Ísfoss í sex þrepum rétt vestan Vindáshlíðar“. Þessi foss þótti okkur meira krefjandi en Spori þrátt fyrir að Spori hafi verið frekar þunnur þegar við klifum hann. Mun styttra er að þessum fossi, óþarfi að banka upp á Fremri-Hálsi, lítil hækkun og svo auðvelt að leggja bílnum á smá slóða (20-30 m) sem liggur að rafmagnsgirðingu (með hliði) og vísar beint á leiðina. Jafnframt er þarna skjól fyrir norðan og austan átt (öfugt við Spora).

Eftir þessa ferð vonumst við til að geta kallað okkur Ísklifrara.

Kveðja,
Arnar