Re: Heilagari en Páfinn?

Home Umræður Umræður Almennt Um siðfræði hér á vefnum Re: Heilagari en Páfinn?

#47643
Jón Haukur
Participant

Sælt veri fólkið

Það er nú orðið andi illt í efni þegar að samtök eins og ísalp sem ættu undir venjulegum aðstæðum að endurspegla grasrótina og þéttan kjarna hóp jaðarsportara er farinn að standa fyrir meiri ritskoðun heldur en Framsóknarfélagið => Slysavarnafélagið Landsbjörg, sem virðist hafa meira umburðarlyndi fyrir skoðunum manna og málefnum heldur en hér er gert. Við skulum ekki halda það eitt andartak að vefurinn eða aðrir fréttamiðlar þrífist á halelúja fréttum einum saman, jafnvel á jólunum. Það þarf ekki annað en að opna dagblað eða hlusta á fréttir um þessar mundir til að skilja það. Ég hélt að mér veffróðari menn væru vanari því umstangi sem er á vefþráðum sem þessum. Bendi HBorg og öðrum á ritskoðunarskrifstofu Flokksins að kynna sér síðu kayak-klúbbsins og f4x4. Held barasta að þessir menn hafi ekkert slakari ímynd heldur en við þrátt fyrir að ritskoða ekki vefina.

Auðvitað er það svo annað mál að menn verða að geta haldið í sér í pissukeppninni, en allur níður lýsir yfirleitt bæði þolanda og geranda í senn og heilbrigð skynsemi dæmir það allt saman að lokum.

jh

Eitt að lokum og ég vona að það verði ekki klippt hér út. Mér finnst fáránlegt og siðferðislega vafasamt að vera með bandaríska fánann sem tákn fyrir ensku hér á síðunni. Ef enskumælandi fólk sem býr vestan við hafið veit ekki að enski fáninn er tákn fyrir enskan texta þá á það ekkert erindi upp á þetta land og getur haldið áfram í sínum rauðhnakkaleik í sínum utanríkismálum.

Það er svo stóra spurningin hvort það er siðferðislega rétt að deila á heila þjóð og vefstjórann hér í senn, ætli þetta verði langlíft eða…