Home › Umræður › Umræður › Almennt › Jöklanámskeið Ísalp og Íflm › Re: Bóka og netsíðulisti
Sæl aftur ég ætlaði að senda ykkur bóka lista og netsíðulista sem voruð á Jöklanámskeiði Ísalp og Íflm en hef ákveðið að setja þetta frekar á netið bara og leifa öðrum að henda inn öðrum möguleikum um hvað er gott að skoða til að fá enn betri hugmynd um hvað þetta snýst all saman.
til að byrja með eru þessar ágætis lesning.
-Mountaineering The Freedom of the hills
Alhliða biblía um fjallamennsku það eina sem þarf að passa er að hún sé nýleg þar sem hún er gefin út í nýju eintaki á nokkra ára fresti.
-http://petzl.com/petzl/Accueil
þetta er linkur sem hefur allskonar gagnlegar upplýsingum að geyma helst að velja þá Sport og í framhaldi Mountaineering til að finna efni við hæfi.
Hér í framhaldi vonast ég til að félagar Ísalp taki sig til og bæti inn í listann bæði linkum og bókum sem hafa hjálpað þeim með að auka þekkingu sína á þessu sviði… kannski að vef nefnd ætti að bæta þessum möguleika við síðuna svo í framhaldi að hafa linka og bókalista á heimasíðunni fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í fjallamennskunni og auðvelda þeim þannig heimavinnuna.
Einar Ísfeld