Reply To: Ársrit 2022 (gefið út 2023)

Home Umræður Umræður Almennt Ársrit 2022 (gefið út 2023) Reply To: Ársrit 2022 (gefið út 2023)

#83937
Halldór Fannar
Participant

Takk Sissi! Gaman að heyra þetta. Ristjórnarstefnan hjá okkur var að sýna þá breidd sem við erum með innan ÍSALP en reyna janframt að birta áhugaverðar greinar, þ.e.a.s. góðar sögur sem innihalda mikilvægan boðskap. Þannig náum við vonandi til fleiri lesenda.

Þar sem ég er með talsveraða fullkomnunaráráttu þá fannst mér nokkrar myndir prentast óþarflega dökkar þó ég hefði tekið rennsli yfir þær allar og lýst þó nokkrar, þar sem ég bjóst við því að þær mundu dökkna eilítið í prentun. Mér finnst líka að það sé hægt að þétta textann í næsta ársriti, núna þegar brotið er orðið stærra. Mér fannst textinn orðinn of smár í fyrri ritum, sérstaklega eftir að sjóninni fór að hraka! Nú fannst mér við fara kannski helst til langt í hina áttina með þetta.