Reply To: Ísklifuraðstæður 2019-2020

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2019-2020 Reply To: Ísklifuraðstæður 2019-2020

#68556
Bjartur Týr
Keymaster

Fór í gær bíltúr inn í Hvalfjörð. Eilífsdalur virðist vera í fínum málum. Leiðirnar sem snúa suður í Brynjudal þurfa líklega aðeins meiri tíma en það var slatti af ís í Flugugili og Ýringi. Í Múlafjalli var allt í blóma. Klifruðum Rísanda sem var ljómandi skemmtilegur. Testofan var kjaftfull af ís og meira að segja Íste náði næstum alla leið niður.

Fór síðan í Búahamra í dag og þar er einnig nóg af ís. Klifruðum 55 gráður og gengum svo niður Tvíburagil þar sem báðir Tvíburafossar náðu alla leið niður í jörð.

Príma aðstæður þessa dagana, allir út að klifra!