Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2015-2016 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016
6. desember, 2015 at 17:53
#59148
Siggi Tommi
Participant
Fórum nokkrir í Brynjudal um liðna helgi (29. nóv).
Þar voru allar leiðir að detta í aðstæður þannig að núna eftir aðra frostaviku er nokkuð ljóst að flestar ísleiðir (nema helst Snati og einstaka aðrar) eru komnar í bullandi aðstæður.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er norðurhlíð Brynjudals (ofan Ingunnarstaða og skógræktarinnar) algjört gósenland fyrir ís- og mixklifur. Leiðir af öllum kalíber, frá WI2 upp í WI5+ og verið að byggja upp mixklifur þar undanfarið.
Það var kominn vísir að tópó af svæðinu og þær upplýsingar að finna hér á isalp.is.