Gleymdi þursinn WI 4+
Leið merkt sem 26a.
AD+, WI4+. 200M. – Gráðan segir ekki allt. Getur verið mjög tortryggð, geta verið mjög erfiðar og tæknilegar hreyfingar í stuttum ís/mix höftum
Ístryggingar og klettatryggingar nauðsynlegar
4-6 spannir – Var farið í 5 spönnum 2021.04.05
FF: Óþekkt, Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson fóru leiðina 2021.04.05 og gáfu henni nafn.
Fyrsta íslínan vestan megin við rifið.
Helstu erfiðleikarnir eru fyrstu 4-5 íshöftin. Flest eru þau stutt (undir 10m) en geta verið brött og tæknileg.
Leiðin sameinast leiðum nr. 24, 25, 26 (rifinu) og 27 og fylgir þeim upp 2-3 klettahöft upp á topp. Sá hluti getur verið tortryggður.
Crag | Skarðsheiði |
Sector | Skessuhorn |
Type | Ice Climbing |