Bolaklettur stendur stoltur yfir Borgarfirðinum og horfir norður yfir til Borgarnes. Í Bolaklettinum sjálfum er gott færi fyrir ófarnar leiðir en hér eru listaðar leiðir sem hafa verið farnar í Innri hvilft, Bolaklett og Brekkufjalli.
Innri-hvilft
Innri-hvilft er svæðið sem menn tala oftast um þegar þeir tala um klifur í Bolakletti en hinn raunverulegi Bolaklettur er aðeins innar í firðinum (Svæði B). Í Innri-hvilft hafa verið farnar nokkrar ferðir og eru þar komnar 14 leiðir en þar er einnig tækifæri fyrir hugmyndaríka tækifærissinna.
A1 – Bara ef mamma vissi – WI 5+
A2 – Móri – WI 4
A3 – Mús – WI 4
A4 – Glaciologist on ice – WI 4
A5 – Take a walk on the other side of the stars – WI 4+
A6 – Aussie Pickings – WI 4
A7 – Aussie Pickings variation – WI 4
A8 – Mávahlátur – WI 4
A9 – Engin upphitun – WI 5
A10 – Alea iacta est – M 8 (Project)
A11 – Niflheimar – WI 5+
A12 – Múspelsheimar – M 9/ WI 5+/6 (Project)
A13 – Hard five – M 8/WI 6+
A14 – Ég heiti ekki Kiddi – WI 5+
A15 – Árdalsárfoss – WI 3
Bolaklettur
Hinn eiginlegi Bolaklettur á sér aðeins eina leið, Gjöfin sem heldur áfram að gefa, og er mjög alvarleg ís/mix/alpaklifurleið.
B1 – Gjöfin sem heldur áfram að gefa – WI 4+/M 5
Brekkufjall
Brekkkufjall er áfast Bolaklettinum og liggur frá honum og áleiðis inn fjörðinn. Hér eru þónokkrar leiðir, flestar með stuttri aðkomu og þær snúa vel og ís ætti að myndast í þeim þokkalega hratt þegar tekur að frysta.
C1 – Ekki er alt sem sýnist – WI 5
C2 – Þjóðmál – WI 3
C3 – Hvarfsgilsfoss – WI 4
C4 – Skallagrímur – WI 3+
C5 – Dolli dropi – WI 3