Hvalur 3 WI 5

Leið 7
100 metrar, 2-3 spannir

Leiðin er innst í röð þessara þriggja fossa. Leiðin byrjar á bröttu íshafti ca. 10 m. Við af því tekur snjóbrekka undir 50 m frístandandi ískerti. Leiðin endar á syllu hægra megin við Svala. Liggur beinast við að klára leiðina upp SVala eða Þorsta. Einnig er hægt að hliðra eftir syllunni til vinstri og ljúka leiðinni þannig.
Erfiðasta Hvalurinn.

FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 15 feb. 1995.

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing

Video

Vopnin kvödd M 7

Létt aðkomuspönn upp að þunnu og vandasömu klifri sem endar undir stóru þaki. Kraftmiklar hreyfingar yfir þakið og bratt þaðan upp í stans. Leiðin klárar svo upp gilið.

Mjög ítarlega lýsingu á leiðinni má finna í ársriti Ísalp 2011-2015 sem kom út í desember 2015

Gráða: WI5+/M7, 100m.

FF: Sigurður Tómas Þórisson, Pall Sveinnsson, Skarphéðinn Halldórsson, Matteo Meucci

Mynd: Sigurður Tómas Þórisson

Crag Esja
Sector Vesturbrúnir
Type Mix Climbing

Video

Hvalur 2 WI 5

Leið 2
100 metrar, 2-3 spannir

Leiðin liggur upp efitr stuttum íshöftum og bröttum ísbrekkum fyrstu 70 m. í lokin er bratt ískerti 25-30 m. Þar endar leiðin á syllu neðan við Svala. Það liggur beint við að klára leiðina upp Svala eð ljúka leiðinni með því að hliðra eftir syllunni til vinstri.

FF: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 18 feb. 1995.

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing

Leið ókunna mannsins WI 3

Alvarleg og opin leið, í fyrstu upp kletta sem leiða síðan upp í gil. Leið nr. 2 á mynd.

Gráða: IV og WI3, 150m

Í Alpaklúbbsferð í janúar 1986 fóru þeir Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson albrigði af Leið ókunna mannsins (leið 2). Farið var beint upp gilið og klifraðar tvær spannir af 5. gráðu í ísuðum klettum áður en leiðin sameinaðist eldri leiðinni.

FF: Jón Geirsson, 24. feb. 1984.

Mynd óskast

Crag Esja
Sector Vesturbrúnir
Type Alpine