Meinhornið

Leið merkt sem 36

AD+ 300M. FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson 1985

Krefjandi klettaklifurleið með mjög misjöfnu bergi. Átta spannir. Löng og alvarleg leið, en með góðum megintryggingum. Haldið er upp hægra megin á vestara rifinu, fyrst tvær spannir. Þá er komið undir hæsta klettabeltið. Þar er farið til vinstri yfir gilið með varkárni, en þó hratt vegna hættu á grjóthruni. Á eystra rifinu er farið fyrst upp greinilega gróf á miðju rifinu. Þaðan er rifinu fylgt að háveggnum og síðan upp hann – 3 spannir af III. og IV. gráðu lausu bergi.

 

Crag Skarðsheiði
Sector Heiðarhorn
Type Alpine

Jónsgil

Leið merkt sem 35

AD+, 300m. FF: Jón Geirsson 1983.

Samfelld og erfið snjó og ísleið. Fyrsta leiðin í norðurhlíð Heiðarhorns. Auðrötuð, en með tveimur lykilhöftum. 5-8 spannir með auðveldara klifri á milli í neðri hluta. Lítið af hvíldarsyllum. Megintryggingar í snjó og ís.
Neðst í gilinu er auðvelt íshaft. Yfir það og upp gilið að 8-10m háum ísfossi (fyrri lykilkafli). Eftir íshaft þar fyrir ofan, er haldið beint upp gilið sem inniheldur nokkur íshöft. Ofarlega er sveigt til vinstri upp á háhluta eystra rifsins. Vinstra megin í því er gróf. Upp hana að háveggnum. Hann er um 40m hár, brattur og er oft með erfiða hengju (seinni lykilkafli.)

 

Crag Skarðsheiði
Sector Heiðarhorn
Type Alpine

Vesturrif

Leið merkt sem 34.

AD+, 200M. FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn Guðjónsson. 1986.

Skemmtileg klifurleið, erfiðust í efsta hluta. Augljós, 2 spannir upp höfuðvegginn.
Vesturrifinu er fylgt að eigin vali í neðri hluta. Þegar að höfuðveggnum kemur er haldið vestur með að greinilegu snjógili. Fremur neðarlega í því er farið út á rif vinstra megin og upp skorning sem leiðir upp að hengjunni. Yfir hana á léttasta stað.

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshorn
Type Alpine

Hrollur

Leið merkt sem 33

Gráða AD+ 200M. FF: Björgvin Richardsson, Snævarr Guðmundsson 1983.

Fyrsta uppferð að vetrarlagi í maí 1984 af Björgvini og Óskari Þorbergssyni. Inniheldur V. og VI. gráðu klifur, en 5. og 6. að vetrarlagi. Mjög erfið og alvarleg klettaleið. Fyrsta leiðin í Skarðshorni. Vandrötuð í efsta hluta. Berg laust og skal því klifrað í frostveðrum. 7-8 spannir með slæmum megintryggingum.
Frá hæsta punkti snjóskaflsins undir megingilinu leiða 3-4 spannir upp á miðrifið í Skarðshorni. Því er fylgt vinstra megin, upp undir höfuðvegginn, þá er hliðrun til hægri eftir breiðri syllu um ca. eina fulla spönn. Eftir brölt upp 2 klettabelti tekur við gróf í höfuðveggnum sem inniheldur 6. gr. hreyfingar í efsta hluta. Af mjórri syllu til hægri upp í horn með stefnu til vinstri. Af syllunni þar fyrir ofan er haldið vestur fyrir efsta klettabeltið og upp þar á augljósum stað.

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshorn
Type Alpine

Addams fjölskyldan WI 3

Feitur ísveggur í blautu bergi ca 100m vestan við Sláturhúsið. Oft mikill og auðtryggður ís. Leiðin liggur hægra megin í fossinum þar sem hann er hæstur og brattastur. Fyrsta skiptið sem (“Addams”) fjölskyldan klárar nýja leið sameiginlega. 15m.

FF.: Einar Sigurðsson, Matthildur Þorsteinsdóttir og Aron Franklín Jónsson, 2001.

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Hnappavellir
Type Ice Climbing

Austurrif

Leið merkt sem 32

AD+, WI4. 250m. FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson 1985.

Löng og alvarleg snjó og ísleið. Getur verið snjóflóðahætta í megingilinu sem og í undirhlíðum Skarðshorns. 2 spannir upp Austurrifið. Augljós leið í neðri hluta, flókið leiðarval í efri hluta.
Upp meðfram Hnitbjörgum í megingilinu. 2-3 brött íshöft. Efst í gilinu er hliðrað upp á við til vinstri upp á öxlina undir austurrifinu.
Upp vinstra megin á rifinu og upp á snjósyllu á vinstri hönd. Þaðan upp þröngan skorning með hliðrun til vinstri ofarlega og svo upp á brún.

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshorn
Type Alpine

Ýmir

Leið merkt inn GUL á mynd

Fyrst farin 2006 af Jökli Bergmann og Friðjóni Þorleifssyni

III, AI 2, M3 og auðvelt ísklifur

Auðvelt snjóbrölt fyrstu 200m að 20m klettahafti, sem að öllum líkindum fyllist af ís á góðu ári. Þetta haft er samsíða lengsta haftinu í Ósk Norfjörð, sem er mjög áberandi á hægri hönd. Áfram er haldið upp aðeins brattara snjó/ís gil um 150m. Stutt kletta/mosa haft er klifið uppá hrygginn sem aðskilur Rúnkara heilkennið og Ósk Norfjörð. Þar tekur við um 200m labb/brölt þar til hryggurinn mjókkar í auðvelt klettarif sem er klifrað alla leið uppá topp ca. 100m. Heildarlengd leiðarinnar er um 650m og er nákvæmlega jafn löng og Ósk Norfjörð en 50m styttri en Rúnkarinn. Leiðin heitir eftir Tómasi Ými Óskarssyni 1984-2006.

Crag Tröllaskagi
Sector Búrfellshyrna
Type Alpine

Öræfi, Vestur

From Lómagnúpur to Hof. For info on the alpine routes in Hvannadalshnúkur and Hrútfjallstindar see Öræfajökull. For routes in Öræfi east of Hof, see Öræfi, Austur og Suðursveit

Lómagnúpur
Svæðið í kringum Lómagnúp, aðallega rétt vestan megin við hann og í kringum bæinn Núpa.

Skeiðarárjökull
Aðeins ein leið á svæðinu, upp Súlutind.

  1. Súlutindur

Morsárdalur
Nokkrar leiðir í austanverðum dalnum, beint undir Kristínartindum og Skaftafellsheiði.

  1. Þrír plús – if Ági is not lying – WI 3+
  2. Bara stelpur – WI 3
  3. Frumskógarhlaup – WI 3
  4. Handan við hornið – WI 4

Kristínartindar
Fyrir ofan Morsárdal í vesturhlíð Kristínartinda hafa verið farnar nokkrar alpaklifurleiðir og möguleiki á fleirum!

  1. IceHot1 – D+ AI 4/M 4
  2. Endurfundir – WI 3+
  3. Blunt Points – WI 4

Sandasel
Ef ekið er inn meðfram Skaftafellsheiði frá þjónustumiðstöðinni þá er komið að litlu þorpi þar sem starfsmenn á svæðinu eiga aðsetur. Ein leið hefur verið klifruð á þeim slóðum.

  1. Fokkaðu þér Ívar, þú ert ekkert búinn með þennan – WI 1-2

Skaftafellsheiði
Skaftafellsheiði, aðallega Svartifoss og nágrenni. Hægra megin við Svartafoss eru flottar ófarnar línur.

  1. The Hernicator – WI 3
  2. Svartafoss hásætið – WI 4
  3. Svartifoss – WI 4
  4. Moving Heart – WI 3
  5. Hundafoss – WI 4

Skaftafellsjökull
Allt frá þjónustumiðstöðinni út Skaftafellsjökull og að Skarðatindum.

  1. The Intimidation Game – WI 3
  2. Beta – WI 3+
  3. Three CC – WI 3
  4. Shameless – WI 4
  5. Risa þristur – WI 4(+)
  6. Glacier Guides – WI 3+
  7. Break a Window – WI 4

Svínafell

-1. Lambhagafoss – WI 4
0. Grjóthríð – WI 3
1. Myrkrahöfðinginn – WI 5
2. Beikon og egg – WI 5
3. Egg og beikon – WI 4+

Grænafjallsgljúfur
Gil milli Sandfells og Grænafjalls. Besta leiðin til að komast þarna inn er að fara af þjóðveginum verstan við litla brú á Falljökulkvísl. Ef þú ert á fjórhjóladrifnum bíl, þá er hægt að keyra að fjallinu og ganga aðeins um 1,1 km að gilinu. Ef gengið er frá þjóðveginum, þá bætist við 1,5 km. Grænafjallsgljúfur skiptist aðallega í tvö undirsvæði. Efra svæðið er talsvert stærra og með meira úrvali af leiðum. en til þess að komast frá neðra svæðinu á það efra þarf að klifra leiðina Þröskuldur WI 3 sem tengir þar á milli. Leiðin hefur samt verið í mjög mismunandi aðstæðum, allt frá snjóbrekku og upp í WI 5. Á sumrin hindrar þessi leið að efra svæðið sé aðgengilegt. Talið er að síðustu 70 árin hafi heimsóknir á efra svæðið verið frekar fáar. Ívar Finnbogason, Dan Gibson og Einar Sigurðsson fóru þangað í mars 1999. Í kringum 1950 fór bóndi upp á efra svæðið til að bjarga kind í svelti og varaði fólk við að reyna ekki að fara  þangað eftir það. 1987 fór Hallgrímur Magnússon og annar maður þangað inn í stórri leitaraðgerð.

  1.  Grænafjallsfoss (óklifinn)
  2. The Road to Nowhere WI 4
  3. Þýsk-Íslenska leiðin WI 4+
  4. Tíðindalaust af austurvígstöðum WI 4

Sandfell

Hofsfjöll

 

Hof

Á Hofi eru tveir sectorar, annarsvegar Bæjargilið og hinsvegar Gasfróði. Stök leið er einnig uppi í fjalli fyrir ofan Hof, leiðin Þrettándagleði. Bæjargil er aðeins afsíðis, svo að það fær að vera sér sector.

  1. Vinstri grænir – WI 4
  2. Gasfróði Direct – WI 4+
  3. Gasfróði – WI 4
  4. Blóðmör – WI 4
  5. Lifrapylsa – WI 3
  6. Mosafróði – WI 3

Bæjargil

1. Rammstein – WI 5+
2. Palli’s Pillar – WI 5 (6+?)
3. Mútter – WI 4+
4. Gardínugerðin – WI 4+

Sólei

Leið merkt sem 31

AD+, WI4. 250M FF: Björgvin Richardsson og Óskar Þorbergsson, 1986.

Sólei er alvarleg og erfið ísklifurleið í eystri hluta Skarðshorns. Með því að tengja hana við efri hluta leiðar nr. 31, Austurrif fæst einhver albesta ísklifurleið á Íslandi (sjá leiðarlýsingar fyrir Dreyra og Austurrif).
Neðri hluti Sólei inniheldur meginerfiðleikana auk leiðarvals í fyrstu spönn. Ísskrúfur eru notaðar í megintryggingar. Hafa skal meðferðis 2-3 bergfleyga. Leiðin er 3-4 spannir, auðveldari í efri hluta.
Úr miðgilinu er haldið upp vinstra megin í fyrstu, upp brött höft og svo upp á við til hægri, undir klettarifið hægra megin við gilið. Eftir það er augljóst ísgil með nokkrum íshöftum, uns það eyðist út í efri hluta og gengur að lokum út á háöxlina undir Austurrifi. Af henni er tilvalið að halda áfram upp rifið eftir leið 31. Að öðrum kosti er hliðrað út undir austurhluta rifsins.

 

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshorn
Type Alpine