Kári í Jötunmóð WI 5

Leiðin fylgir lækjargili sem opnast skammt fyrir ofan Jöfra og endar uppi á fjallsbrún. Fyrst haftið er uþb 30m 4. gráðu spönn. Síðan tekur við langt brölt af 2. gráðu klifri og nokkrum stuttum 3. gráðu höftum upp að meginfossinum. Efst í gilinu er myndarleg hvelfing með tveimur áberandi línum, þessi leið er sú vinstra megin. Hér er hægt að klifra upp úr gilinu (3+) eða fylgja leiðinni upp á brún. Meginnfossinn hefst á 40 metrum af bröttu klifri (5) sem endar á þokkalegri syllu. Þaðan eru svo 60 metrar af stuttum en bröttum höftum (3+) upp á brún. Á brúninni er hægt að ganga til austurs út fyrir hvelfinguna og niður hlíðina. Heildar lengd um 450m.

Staðsetning: Haukadal, beint ofan við bæinn Jöfra.

FF.: Skabbi og Sissi (neðsta spönn Jeremy Park)

Kári í Jötunmóð - Fyrsta spönn

Crag Haukadalur
Sector Jöfri
Type Ice Climbing

Trommarinn WI 4

Leiðiin liggur upp aðalfoss Skálagils og blasir við þegar gengið er inn gilið. Byrjað er hægra megin í fossinum og klifrað upp á stall þar sem fossinn og hamraveggurinn mætast. Þaðan er klifrað ca. 10m hægra megin í fossinum en síðan farið inn að miðju. Miðjulínunni er síðan fylgt að mestu upp á topp. Leið nr. 15 á mynd, 60m.

FF.: Guðjón Snær Steindórsson og Haraldur Örn Ólafsson, 20. feb 1999.

Crag Haukadalur
Sector Skálagil
Type Ice Climbing

Video

Four by four WI 5+

Á myndinni er Houseline merkt inn! (Er sennilega mjög nálægt Houseline)

Leiðin liggur í Hólmatindi og er lengsta og mest áberandi línan fyrir miðju fjallinu og endar uppá topp. Tæknileg kerta- og íshellaklifur með einni spönn af þunnum, tortryggðum ís utaná stuðlabergi.

FF: Albert Leichtfried and Benedikt Purner , Robert Haldorson and Gudmundur Tomasson 2012

Crag Fjarðabyggð
Sector Hólmatindur
Type Ice Climbing

Niceland WI 6

Leiðin sem er merkt inn á myndina er Houseline!

Næsta áberandi lína hægra megin við mitt fjallið. Byrjar í miðjum hlíðum fjallsins. Tæknilegt klifur upp kertaðan og brattan/yfirhangandi ís. Krúxið er að klifra yfir massíft ísþak.

FF: Albert Leichtfried, Benedikt Purner og Róbert Halldórsson 2012

Crag Fjarðabyggð
Sector Hólmatindur
Type Ice Climbing

Original Austurveggur

Í apríl 1997 klifu Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson austurvegg Hvannadalshnúks fyrstir manna.

Fyrir miðjum veggnum er hryggur og ganga gil upp með honum beggja vegna. Originalinn liggur hægra megin við hrygginn. Fyrr höfðu Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson reynt við gilið vinstra megin og þurft að snúa við 40m frá toppnum.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Leiðin þykir þó nokkuð alvarleg og tæknilega erfið. Ganga þarf í gegnum sprungið jöklalandslag til undir vegginn og þar tekur við krefjandi klifur, allt upp að 5. gráðu ís.

Gráða: D, WI5

Hnukuraustur2
H
araldur Í lykilkafla leiðarinnar. Ljósm. Guðmundur Eyjólfsson

Crag Öræfajökull
Sector Hvannadalshnjúkur
Type Alpine

Skrúfjárnið WI 4+

Næsta augljósa ísleið innan við áberandi fríhangandi kerti (240 mín). Leiðin byrjar á auðveldu brölti með einu mjög stuttu lóðréttu hafti. Síðan tekur við um 15-20m hátt lóðrétt íshaft og við af því tekur létt klifur á toppinn. Leið nr. 3 á mynd, 60m.

FF.: Þorvaldur V. Þórsson og Karl Ingólfsson, 20. feb 1999.

Crag Haukadalur
Sector Skálagil
Type Ice Climbing