Upplýsingar og myndir eru fengnar úr Leiðarvísi ÍSALP nr. 22 eftir Snævarr Guðmundsson og Kristin Rúnarsson. Frekari upplýsingar eru að finna í ársriti ÍSALP 1987.
Skarðsheiðin hefur lengi verið eitt vinsælasta fjallamennsku svæði Íslendinga og má sjá það einna best í merki Ísalp, en þar er einmitt Skessuhorn í aðalhlutverki.
Frægt verkefni í Skarðsheiðinni er að klifra alla þrjá Norðurveggina á einum sólarhring. Þetta eru NV veggur Skessuhorns, N veggur Skarðshorns og NV veggur Heiðarhorns. Þetta verkefni var fyrst klárað af Páli Sveinssyni og Guðmundi Helga Christensen í mars 1993, Róber Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson urðu svo annað teymið til að klára þessa þolraun í apríl 2008.
Skarðsheiðinni er skipt niður í þó nokkur undirsvæði eins og sjá má á mynd
Skarðshyrna
Í Skarðshyrnu er megnið af klifrinu á veggnum sem snýr í suðvestur og svo er leið 8 á veggnum sem snýr í suðaustur.
1a. Með Skessubrunnum
1b. Annar hringur með hringekjunni
2. Úr Skarðsdal um austurbrúnir (gönguleið – ekki á mynd)
3. V – Miðgil
4. Giljagaur
5. A – Miðgil
6. Vesturlæna (ekki á mynd)
7. Um Skessusæti og Miðhrygg
8. Leiðir í SA- hlíðum (ekki á mynd)
Villingadalur
Villingadalur er vissulega hluti af Skarðsheiðinni en vegna vinsælda hans sem “sport” ísklifursvæðis, sem sker sig frá öðru klifri í Skarðsheiði, þá var ákveðið að hafa hann sér. Upplýsingar um Villingadal má finna HÉR
Kaldárdalur
15. Mórauðihnúkur
16. Á Miðfjallskamb frá Mórauðakoti (sjá mynd við NA vegg Skessuhorns)
16a. Kambshryggur – AI3 M3/4
Hornsdalur
Hornsdalur er dalurinn austan við Skessuhornið. Leiðirnar í dalnum ná að Katlaklauf en eftir það tilheyra leiðirnar Skessuhorni.
17. Úr Hornsdal á Þverfjallskamb
18. Þverhausarnir
19. Austurlæna í Katlaklauf
Skessuhorn
Hér er um að ræða einn klassískasta alpavegg Íslands, sem er í uppáhaldi margra eða á óskalista yfir næsta mission. Hér eru leiðir 21 og 22 á austur veggnum en megnið af klifrinu (23-29) eru á NV veggnum.
19a. Tvíhleypan (sjá mynd við Hornsdal)
19b. Austurhryggur Skessuhorns (sjá mynd við Hornsdal)
20. Katlakinnarleið (gönguleið – ekki merkt inn á kort)
21. Austurhlíðar (sjá mynd við Hornsdal)
22. Norðausturhryggur (sjá mynd við Hornsdal)
23. Skessukorn
23b. Vestrakorn
24. Eystrigróf
25. Skessuþrep
26. Rifið
26a. Gleymdi þrusinn
27. Vesturgróf
27a. Vesturjaðar I -WI 3+
27b. Vesturjaðar II – WI 3
29. Katlaklaufsleið
30. Þverklofið
Skarðshorn
Skarðshorn er án efa einnig einn af vinsælli alpaveggjum Íslands. Ein af leiðum veggsins prýðir forsíðu ársrits Ísalp frá 1987, en þar má sjá Snævar Guðmundsson í frumferð á leiðinni Dreyra.
30a. Skarðshryggur
30b. Kanínan
31. Sólei
31a. Dreyri
31b. Jóka póka
32. Austurrif
33. Hrollur
34. Vesturrif
Heiðarhorn
35. Jónsgil – AD+
35a. Jónsgil beint af augum – Gráða IV
35b. Drullupumpan – Gráða IV+
36. Meinhornið – AD+
36a. Vængjasláttur í þakrennunni – Gráða IV
36b. Axlarbragð – Gráða IV