Tollheimtumaður tízkunnar M 6+

Leið B7 á mynd

Leiðin byrjar uppi á stalli sem auðvelt er að brölta uppá frá hægri (það er hægt að klifra beint upp stallinn en það er frekar furðulegt klifur). Frá stallinum er stefnt beint upp í litla kverk og þaðan í áberandi helli á miðjum veggnum. Þar hliðrast leiðin örlítið til vinstri í 6-7m og svo beint upp í akkerið. Leiðin inniheldur 11 bolta og sigakkeri með hring. Leiðin fékk bráðabirgðagráðuna M6+ en er einhvers staðar á bilinu M6-7 sennilega –  þurfa helst fleiri að klifra hana til að fá staðfestari gráðu.

Þegar leiðin var fyrst farin var góður ísbunki við fyrstu tvo boltana, í hellinum og aðeins í toppinn. Þegar leiðin var skoðuð fyrr í haust var mikill ís í toppnum (en enginn neðar) og gæti verið best að færa sig alveg yfir á hann og tryggja með skrúfum (tvær ættu að duga) ef aðstæður eru þannig. Boltalínan er aðeins vinstri megin við þar sem toppbunkinn myndast.

Fyrst farin 22. des 2015, Jónas G. Sigurðsson og Sigurður Tómas Þórisson (Baldur meitlaði fjóra bolta og Rob, Arnar og Óðinn voru með í að smakka leiðina og pæla fyrr í haust)

Crag Brynjudalur
Sector Þyrnigerðið
Type Mix Climbing

(Icelandic) Jólaklifur í Múlafjalli

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Jólaklifurdagur Ísalp er orðinn fastur liður klifrarans í jólaundirbúningnum. Á laugardagsmorguninn fylltu Ísalp meðlimir bensínstöðina við Ártúnshöfða, gripu með sér kaffibolla og héldu inn í Hvalfjörð. Litla bílaplanið neðan við Múlafjall var fullt af bílum en þegar mest lét voru bílarnir 21 talsins.

Þrátt fyrir rok var góð stemning í fjallinu og aðstæður nokkuð góðar. Flestir héldu sig í leiðunum í niðurgöngugilinu þar sem ofanvaðslínum frá ÍFLM var komið fyrir og byrjendur fengu að spreyta sig. Aðrir héldu í önnur svæði í fjallinu en hópar klifruðu bæði Rísanda og Stíganda

Talið er að milli 40 og 50 manns hafi látið sjá sig á laugardaginn sem verður að teljast mjög góð mæting. Sérstaklega var gaman að sjá hve margar stelpur mættu.

Um kvöldið fjölmenntu Ísalp meðlimir á Sólón í útgáfupartí til að fagna nýju ársriti Ísalp. Ársritið fékk góðar viðtökur og þótti einkar glæsilegt.

Íslenski Alpaklúbburin þakkar öllum sem mættu.

Píkan WI 3

Betri mynd óskast.

Leiðin er staðsett í Stigagili í Reykjafjalli við Hveragerði

Á myndinni eru bláu línurnar keyrsluleiðir og rauðir hringir eru klifurleiðir. Leiðin sem er merkt inn norðar á myndinni er Píkan

Skarphéðinn og Ívar skrifuðu grein sem birtist í ársriti Ísalp 2007 sem mynnist á þessa leið. Klausan um greinina hljómar svo:

,,Sprungan” ofan vid Hveragerdi í hlíðinni austan vid Hveragerði er ad finna fyrirtaks byrjendaleið med þægilegri aðkomu. Ekki vitum við í ritnefnd til þess ad hún beri skráð nafn en höfum heyrt talað um hana sem ,,Sprunguna”. Stingum við hér med upp á ad það nafn verði viðhaft um leiðina héreftir. Best er ad aka upp ad Garðyrkjuskála Ríkisins og leggja í nágrenni við  hann. Eftir það er gengið upp með augljósum lækjarfarvegi í fjallshlíðinni. Efst í farveginum er fossinn. Hægt er að sjá móta fyrir læknum og fossinum þegar ekið er niður Kambana. Fossinn er um 40-50m langur, 3. gráðu. Ef hann er á annað borð frosinn ætti ísinn að vera auðtryggjanlegur þó að hann geti verið morkinn efst. Í miklu fannfergi má gera ráð fyrir að efsti hlutinn sé
eingöngu snjór. ,,Sprungan’ nær aldrei 90° og eru fyrstu metrarnir brattastir. Leiðin liggur upp þröngt gil og endar í brattri brekku þar fyrir ofan. Hún er nánast alltaf opin i neðsta hlutanum og eykur það á skemmtanagildi klifursins og kallar á örlitla útsjónarsemi. Þessi foss býður upp á mjög skemmtilegt kvöldklifur. Hann er ekki of langur, aðgengi er gott og lýsingin frá gróðurhúsabænum nýtist vel. Fyrir þá sem enn þyrstir í klifur eftir þennan foss er hægt ad labba eftir brúninni í norður (inn dalinn) og þá er fljótlega komið að öðrum fossi sem annars er hulinn sjónum frá flestum áttum. Þessi foss fellur frjálst í um 2-10m og ætti að geta verið skemmtilegt
viðfangsefni í ofanvað fyrir byrjendur.

Crag Árnessýsla
Sector Hveragerði
Type Ice Climbing

Árnessýsla

Undir Árnessýslu falla nokkur svæði með stökum eða fáum leiðum. Helstu svæði innan Árnessýslu eru

Hveragerði

Í nágrenni Hveragerðis eru ágætis byrjendavænar leiðir með stuttri aðkomu. Í ársriti klúbbsins frá 2007 er mynnst á eina klassíska leið þar.

Ingólfsfjall

Í Ingólfsfjalli er allt fullt af alskonar giljum og skorningum, hellingur af viðfangsefnum þar. Einnig er bergið þar bara ágætt á íslenskan mælikvarða.

Rauðsgil í Reyholtsdal

Fyrir miðjum Reykholtsdal sunnanverðum liggur Rauðsgil. Eftir gilinu sjálfu rennur Rauðsgilsá, sem líklega er það vatnsmikil að ekki myndist í henni klifranlegir ísfossar nema hugsanlega í allra mestu frostaköflum. Allmargir fossar og fallegir stallar eru í ánni. Aftur á móti koma á nokkrum stöðum fram mýrarlækir í jöðrum gilsins og mynda klifranlega fossa. Tvær leiðir hafa verið klifraðar í austur vegg gilsins og ein í vesturvegg þess. Leiðirnar austan megin eru eiginlega bara sitthvor lænan upp sama mýrarlækinn en voru hvor um sig leidd hlið við hlið. Aðkoma að gilinu er auðveld upp með því hvoru megin sem klifra skal (erfitt getur verið að komast yfir ána í gilinu þó að dæmi séu þess að það hafi tekist næstum þurrum fótum). Síga þarf af brúninni niður að upphafi leiðanna. Tryggingar á brúninni eru erfiðar beggja megin og gott að vera með vörtusvín, drive inn, spectrur, auka axir eða annan búnað sem hentar vel í gras og mold. Í gilinu eru ekki eru margar aðrar augljósar áhugaverðar línur en þessar, nema að menn séu í leit eftir þunnum ósamfelldum ís og heldur lélegu grjóti þess á milli. Staðsetning leiðanna er u.þ.b.
N64°38.946‘
V21°12.426‘
(64.6491°, -21.2071°).

-…

Mikið er enn af óklifruðum eða ófundnum leiðum á svæðinu.

Nálarraufin WI 4+

Leið númer 10 á mynd

Leiðin liggur upp þrönga skoru um 200 metrum vestan við Tvíburagil.

Um hálf línulengd í þröngum skorsteini sem býður upp á skemmtilegt og tæknilegt klifur. Seinni hluti skorsteinsins er lóðréttur en hægt er að stemma milli veggjanna. Skorsteinninn er rúmir 2 metrar á breidd neðst en þrengist þegar ofar dregur. Við tekur um 20m létt klifur upp snjóbrekku í steina sem hægt er að byggja akkeri í. Samtals tæpir 60m.

Mögulegt að tryggja að hluta með dóti fyrir útsjónarsama en bergið er þó nokkuð lokað.

FF.: Arnar Þór og Rafn Emilssynir

Crag Esja
Sector Búahamrar - Lykkjufall
Type Ice Climbing

(Icelandic) Jólaklifur og Úgáfupartí!

Jolaklifur2015

ISALP’s Christmas Ice Climbing on Saturday 19th of December. We will gather up at 09.00 at Shell gas station in Ártúnshöfði and from there drive to Múlafjall in Hvalfjörður.

Everyone is welcome. We will put up a few top-ropes.

At 20.00 there will be an ISALP party at Solon (Bankastræti) top floor. Free beer for the first ones to come. Pub-quiz at 21.00. The new Annual (Ársrit) will be there!

Þyrnigerðið M 8+

Leið B6 á mynd.
Mælt er með að fara hægra megin upp á stallinn, sérstaklega ef ekki er búið að vera mikið frost.

Fyrst farin af: Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson og Matteo Meucci, 29. nóvember 2015.

Leiðin er mest megnis þétt boltuð, nema þar sem bergið bauð ekki upp á það (2 runout í miðri leið). 11 boltar og sigakkeri í toppinn. Leiðin er að mestu leiti þurr en það myndast eitthvað af ís í toppinn, þegar það slaknar á brattanum

Mixklifurleiðin Þyrnigerðið var loksins rauðpunktuð sunnudaginn 29. nóv 2015 eftir nokkrar góðar tilraunir fyrri túra. Sigurður og Matteo boltuðu leiðina í lok ágúst sl. og var það lífsreynsla út af fyrir sig. Mættum uppeftir í 15°C hita með brodda, axir og boltunargræjur. Það var frekar spes að grípa í ístólin á klettaklifurtímabilinu. En hvað um það, úr varð þessi snilldarlína, sem var meira mission og af hærri kalíber en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Leiðin er gráðuð M8+ en gæti alveg eins verið M8 eða jafnvel M9. Kemur í ljós þegar fleiri hafa farið hana (eða reynt amk 🙂

Einnig eru fleiri leiðir í smíðum á þessum nýja sector, Þyrnigerðinu. Leið númer þrjú á mynd er orðin hálf boltuð og hefur fengið vinnuheitið “Tollheimtumaður tízkunnar” og verður sennilega á bilinu M6-M7.

Fyrir áhugasama hefur Siggi Tommi sett saman myndaalbúm og ferlið frá því að leiðin var uppgötvuð og þar til að hún var farin.

Hér má sjá fleiri myndir af voðaverkinu.

 

 

Crag Brynjudalur
Sector Þyrnigerðið
Type Mix Climbing

(Icelandic) Jólahlaðborð Fjallakofans

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Tom King í ölpunum.

Fjallakofinn ætlar að halda jólin hátíðleg með félagsmönnum ÍSALP næsta fimmtudag (3.12.)

Góður afsláttur verður í boði fyrir þá sem hyggja á að gefa vinum og vandamönnum góða fjallapakka um jólin! Nú eða bara fyrir þá sem vantar meira dót!
Guð má vita að maður getur alltaf átt meira dót.
Hér má lesa skemmtilega grein frá félagsmanni Tom King um jólagjafalista klifrara.

20% afsláttur verður á ÖLLUM fjallafatnaði!
20% afsláttur verður á ÖLLUM járnavörum!
25% afsláttur verður á ÖLLUM klifurtúttum!
25% afsláttur verður á ÖLLUM ísöxum og broddum!!

Hvílíkar tölur! Mér er strax illt í veskinu..

Jólahlaðborð

(Icelandic) Dry-tool reglur Klifurhússins

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

ÍSALP-arar geta klifrað á ísöxum í Klifurhúsinu og hafa gert það í mörg ár. Nú er loks búið að negla niður reglur um hvenær megi klifra, hverjir eigi forgang í leiðir, hvaða útbúnaðar sé krafist o.s.frv. Reglurnar eru hér að neðan.  Við biðjum félagsmenn að fylgja þessum reglum.

Hinar heilögu BÍS reglur Klifurhússins

1. BÍSklifur er leyfilegt á eftirfarandi tímum:

  o Mánudagar 21:30 – 23:00

  o Miðvikudagar 21:00 -23:00

o Alla virka daga frá 12:45-13:30

2. Til þess að hægt sé að klifra eftir 22:00 (hefðbundinn opnunartíma) þarf að vera ábyrgðarmaður í hópnum.

o Ábygðarmaður þarf að vera samþykktur af framkvæmdastjóra og listi yfir ábyrgðarmenn er á skrá hjá vaktmanni.

o Vaktmaður gengur úr skugga um að ábyrgðarmaður sé á staðnum og skráir ábyrgðamann hverju sinni.

3. BÍSklifur er afmarkað við hellasvæði og klifurvegginn vinstra megin við leiðsluklifurvegginn.

o Engar bísleiðir annars staðar, til að lágmarka snertifleti milli klifrara og bísklifrara

4. Bísklifrarar verða alltaf með mottu undir þegar þeir klifra, til að vernda dýnuna.

5. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að það sé skilgreindur tími fyrir BÍSklifur þá þýðir það ekki að BÍS hafi forgang. Hér gildir sama regla og áður, klifrari bíður þar til komið er að honum/henni að klifra.

o Aftur á móti, skyldi vera sérstaklega fjölmennt í Klifurhúsinu, fá klifrarar forgang.

(Icelandic) Æsispennandi fjallamynd sýnd í Bíó Paradís

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd sem segir frá fjallamennskuleiðangri á Svalbarða verður frumsýnd í Bíó Paradís 10.nóv.

Um er að ræða mynd frá The North Face og Xavier de le Rue. Kíkið endilega á trailerinn. Hér er event á Facebook https://www.facebook.com/events/537407866409035/

(Icelandic) BÍS mót (Dry-tool) á morgun, laugardaginn 24.okt

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd: Guðlaugur Ingi Þórisson
Mynd: Guðlaugur Ingi Þórisson

Marga er farið að klæja í fingurna eftir að grípa almennilega í axirnar enda farið að kólna í veðri. Því verður haldið fyrsta fyrsta BÍS mót vetrarins laugardaginn 24. október kl. 18 í Klifurhúsinu, Ármúla. Fullt af leiðum verða settar upp og eru allir hvattir til þess að taka þátt og vera með. Eftir klifrið verður dreypt á öli og hetjusögur sagðar frá síðasta vetri.

(Icelandic) Búnaðarbasar í kvöld!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

GrandBazaar-1
Frægasti basar í heimi (Gran bazaar í Istanbúl)

Í kvöld, fimmtudaginn 22 október kl. 20 verður hinn árlegi Búnaðarbasar Ísalp haldinn í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Reykjavík. Nú er tækifærið til að gera góð kaup – eða selja útivistarbúnaðinn sem þú hefur aldrei notað! Seljendum er bent á að mæta hálftíma fyrr og stilla upp tímanlega fyrir opnun. Allir velkomnir, ekki missa af þessu og muna að koma með reiðufé. Látið orðið ganga!

(Icelandic) Háfjallaskíði – myndasýning Halla Kristins

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Halli Kristins í fullum skrúða

Á miðvikudaginn í næstu viku, 21.október. Mun Hallgrímur Kristinsson halda myndasýningu fyrir Ísalpara og aðra gesti. Hallgrimur Kristinsson hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína (7.600 m) og dvaldi þar í mánuð. Það sem meira er: Hallgrímur (Halli) reyndi að toppa fjallið á fjallaskíðum. Í ferðinni skíðaði hann hærra en nokkur annar Íslendingur.  Miðvikudaginn næsta mun hann bjóða félögum ÍSALP og öðrum upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Allir að mæta!

Uppfært: Myndasýningin tókst afar vel. Rúmlega 30 manns mættu og smituðust af ævintýraanda Hallgríms.

 

Álftin WI 3

Staðsetning: Leiðin er norðan í Bláfjalli suður af Álftavötnum.

FF: Rakel Ósk Snorradóttir og Eiríkur F. Sigursteinsson

Lýsing leiðar: Fossin er ca 45 m og teljum við hana vera þriggja gráðu. Eftir 30 m þægilegt klifur tekur á móti manni um 1,5 m hellisskúti sem var með opnum vatnshyld og hélt svo leiðin áfram um 15 m upp frá hellinum (sést ekki nægilega vel á myndinni).

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Bláfjall við Álftavötn
Type Ice Climbing

Single malt bætir, hressir og kætir WI 3

Leið nr 3 á mynd.

Staðsetning: 
Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.

Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.

FF (skráð með fyrirvara): Rakel Ósk Snorradóttir og Eiríkur Finnur Sigursteinsson 16. nóv 2012

Lýsing leiðar:

Hægt er að fara fyrstu spannirnar líkt og í single malt on the rocks og single malt & appelsín en svo þegar komið er að skálinni þarf að halda upp úr henni til suðurs en leiðin upp á topp eru nokkur þriggja gráðu höft og þegar við klifruðum hana voru nokkur stutt snjóhöft líka. Þetta voru fjórar spannir í minningunni – í heildina að skjóta 120 m alls.

Crag Brattabrekka
Sector Völsungagil
Type Ice Climbing