Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Kertasníkir er glæsileg leið innst í Flugugili í Brynjudal, um 40m löng.
Leiðin er í vesturhluta gilsins (hægra megin), beint á móti hinum fræga Óríon.
Aðkoma að leiðinni er eins og að Óríón, þ.e. upp botn Flugugils.
Brölt hægra megin í brattri mosabrekku framhjá slæðufossinum miðja leið inn gilið (farið varlega hér!) og upp nokkur stutt og létt íshöft eftir það.
Eftir síðustu íshöftin blasir leiðin við upp til hægri og þarf að fara upp nokkuð bratta (og harða) skriðu upp að leiðinni. Hér er einnig vissara að fara með gát.
Helstu niðurleiðir í boði eru:
- niður gilið aftur. Farið suður (upp) eftir gilbarminum að botni gilsins og þar niður
- það getur þurft að niðurklifra nokkur stutt íshöft efst (og svo sömu höft og í aðkomunni)
- hjá Ýringi. Farið eftir gilbarminum til suðurs (upp) framhjá gilbotninum og haldið áfram til austurs fyrir ofan Óríon og skerið skáhallt norður og niður (austur) niður hlíðina niður að Ýringi. Þar er hægt að klöngrast sæmilega fráum fótum báðu megin við gilið með smá zikk-zakk leikfimi.
NB Leiðin er skráð WI5+ en er mjög breytileg eftir aðstæðum. Getur rokkað frá WI4+ og upp í WI6 eftir ís- og snjómagni.
FF: Jökull Bergmann og Ásmundur Ívarsson (Athuga!! nöfn og ár!!)
Heitir hún ekki örugglega Kertasníkir annars?