Klakahöllin WI 5

Leið númer 64b. á mynd, hægra (austan) megin við Stynjanda.

Byrjar í stórri hvelfingu austan við Þvergil.

Jón Haukur skrifaði greinina “Fjórtán feitir fílar á flugi, eða…” um ferðina og birtist hún í ársriti Ísalp 1992 https://www.isalp.is/arsrit

FF: Páll Sveinsson, Guðmundur Helgi og Jón Haukur, 10. maí 1992

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing

Bekri M 4+

Leið númer 64a. á mynd. er á horninu við Klakahallarhvelfinguna, austan megin við Stynjanda

M 4/5 – WI 4

Leiðin er í Hrútadal í Esju og um klukkustundar gangur er upp að henni frá Eyrarfjallsvegi (460) í Miðdal.

Leiðin var klifin í fjórum spönnum.

#1 55 metrar, M4/5. Byrjað á klettum en endað á þunnum ís undir bröttu íshafti.
#2 50 metrar, WI 4. 20 metra íshaft og snjóklifur þar fyrir ofan.
#3 50 metrar, Snjóklifur með WI 3 hafti.
#4 25 metrar, snjóklifur sem endaði á hengjuklifri.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Halldór Albertsson

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Mix Climbing

Hrútsauga WI 5

Leið númer 66c. á mynd

Hún er 100 m löng og byrjar nokkrum metrum austan við Þjóðleið 3. Fyrst eru 2 WI 4-5 ísspannir, síðan löng snjóbrekka sem endar í hengju. Þegar leiðin var fyrst klifin var hún mjög tortryggð.

FF: Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi, 1992, 100m

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing

Þvergil WI 3

Leið númer 65

Ísfossinn neðst er aðal “vandamál” leiðarinnar, en stundum hverfur hann í snjó þegar kemur fram á veturinn. Hægt er að fara vinstra megin við ísfossinn og getur það verið auðveldara.

Fyrst farin: 21. nóv. 1983, Ágúst Guðmundsson, Pétur Ásbjörnsson, Örvar Aðalsteinsson.

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing

Grjóthríð WI 3

Þriðja línan, lengst til hægri á mynd.
FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Haukur Ingi Einarsson og Óskar Arason, 27. febrúar 2010

Í Svínafelli, í hlíðinni á ská austur frá sundlauginni, vestan við Myrkahöfðingjann. Leiðirnar eru í raun beint upp af bænum Víðihlíð. Þetta er línan í miðjunni af 3 línum sem koma þarna niður og virðist vera lengsta línan. Það er styttri 3 gráðu leið falin s.s. 100 metrum vinstra megin, og álíka löng leið með brattari byrjun 50 metrum hægra megin við Grjóthríðina. Nafnið kemur til af óskemmtilegri lífsreynslu, því við fengum grjót allt í kringum okkur þegar við vorum hálfnaðir upp leiðina. Sem betur fer meiddist enginn. Þegar sólin fer að skína á lóðrétta klettavegginn fyrir ofan þessar leiðir þá fer allt sem losnar þar uppi niður þessar trektar, svo það er ástæða til að vara við að klifra þessar leiðir ef heit sól á eftir að byrja að skína þegar líður á daginn.

Crag Öræfi, Vestur
Sector Svínafell
Type Ice Climbing

Ólíver Loðflís WI 4

Leið númer 6 á mynd

Leiðin nær að vera í góðum skugga og myndast því hratt og helst vel í aðstæðum. Leiðin byrjar í næstu hvilft til hægri frá 55 gráðum N, hinum megin við rifið sem skagar út.

Ef lítill ís er í leiðinni, þá er búið að koma fyrir einum bolta við lítið þak ofarlega í leiðinni. Einnig er hentugt toppakkeri fyrir ofanvað þar sem ísinn endar og fyrir ofan það er akkeri sem hægt er að nýta til að síga úr 55 gráðum N eða til að koma fyrir ofanvaði í Ólíver loðflís.

Rétt hjá leiðinni er áberandi og djúpur hellir. Hægra megin við hellinn er, eftir því sem Ísalp best veit, leið sem vex sárasjaldan niður og gæti því verið með áhugaverðri mixbyrjun fyrir áhugasama. Í hellinum er líka langt og flott þak sem gæti hentað í mixleið í erfiðari kantinum.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 1987

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

55 gráður N, beint WI 4

Leið númer 4 á mynd

En eitt afbrygðið af 55 gráðum N. Eftir fyrstu spönn er hliðrað örlítið til hægri og klifrað upp brattasta haftið, lengst til hægri. Ef megin ísfossinn er klifinn hækkar
leiðn í WI 4. Er þetta þó nokkuð erfitt klifur.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Fyrst farin: 12. des. 1982, Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson.

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

Skoran WI 2

Leið númer 3 á mynd

80 m.
Afbrigði af 55 gráður N. Hægra megin við hrygginn er skora sem gerir leiðina auðveldari. Mögulegt er að klifra beint upp, inn í “55 gáður N, beint” og klifra þá krúxið af leiðini og upp á topp í einni spönn.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Leiðin liggur fram hjá áberandi helli í byrjun. Hægra megin við hellinn er, eftir því sem Ísalp best veit, leið sem vex sárasjaldan niður og gæti því verið með áhugaverðri mixbyrjun fyrir áhugasama. Í hellinum er líka langt og flott þak sem gæti hentað í mixleið í erfiðari kantinum.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 1980

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

55 gráður N WI 3+

Leið númer 2 á mynd

Sennilega ein af vinsælustu ísleiðum á landinu, stutt frá bænum og ásættanlega mikil ganga að leiðinni.

Farin hafa verið fjöldamörg afbrygði af leiðinni. Orginallinn liggur beint upp og er oftast klifraður í tveim spönnum, en einnig er hægt að klifra loka kaflan af Skorunni líka.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Vinstri línan er upprunalega línan sem var klifruð í janúar 1980, hægra afbrygðið var klifrað af sömu mönnum í desember sama ár.

FF: Snævarr Guðmundsson og Torfi Hjaltason, 1980

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

Bobbysgil WI 3

Leið númer 1 á mynd.

Byrjar í sömu skál og 55 gráður N

Farið upp gilið vestan við 55 gráður N. Aðalerfiðleikarnir felast í síðustu 15 m.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Fyrst farin: 16. apr. 1983, Björn Gíslason, Snævarr Guðmundsson.

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing