(Icelandic) Á síðustu stundu WI 3+

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Klettarnir norð-vestan meginn við mix gilið í Breiðdal

Ekið frá veiðihúsinu á Eyjum í austur eftir Suðurbyggðarvegi. Hægt er að keyra á jeppa langleiðina að henni eftir slóða sem er við afleggjarann að eyðibýlinu Litluflögu.

Nokkuð stutt brött en skemmtileg höft. Var kirfilega kertuð þegar klifruð var fyrst. Er sjálfsagt léttari í betri aðstæðum.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Daði Snær Skúlason, 24. feb 20

Crag Breiðdalur
Sector (Icelandic) Flögugil
Type Ice Climbing

Á heimavelli WI 3+

Raggi sígur af trénu

Norðan og austan við Brúarhlaðabrúnna í Hvítárgljúfri. Ca. 350 metra gangur frá sumarbústaðnum sem þar er niður með ánni og fram á brún. Tryggt í tré, sigið niður og klifið.

Þriggja metra breitt ísþil sem náði niður en breikkaði svo fljótt og úr varð á að giska 8 metra breiður og aðeins stallaður ísfoss

FF: Freyr Ingi, Erlendur Þór, Ragnar Þór og Thorsten Henn

Crag Hvítárgljúfur
Sector Brúarhlöð
Type Ice Climbing

Canada dry WI 5

Rauð lína á mynd

Fyrir ofan bæinn Fit undir Eyjafjöllum. Áberandi lína sem þekkist helst af því að miðja hennar sést ekki frá bænum. Og efsti hlutinn ekki þegar maður er kominn dáldið austur fyrir bæinn.

5.gr. Er reyndar líklega ekki mikið brattari en þessar hefðbundnu Eyjafjallaleiðir en þegar ísinn er í fangið nánast allan tímann þá er það líklega 5.gr. Þó hann sé mjúkur.

140m. 70 / 40 / 30.

F.F. Arnar, Berglind og Ívar 2.jan 2010.

Crag Eyjafjöll
Sector Paradísarheimt
Type Ice Climbing

Óli prik WI 5+

Leiðin er vinstri línan á myndinni

Staðsett milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss, rétt yfir tjaldstæðinu.

“Nokkuð stíft klífur og með afbrigðum skemmtilegt svo það var tregablandin ánægja þegar við toppuðum með logandi frammhandleggi”

Sögur herma að þetta hafi verið farið áður og þá líka hægri fossinn, við óskum eftir nánari upplýsingum um það.

FF: Ívar Finnbogason, Freyr Ingi og Viðar Helga

Crag Eyjafjöll
Sector Seljalandsfoss
Type Ice Climbing

Giljagaur WI 4

Blá lína á mynd

Leiðin er í gili í Þórsmörk, lýsingin á aðkomunni hljómar svona:

Prentaðu út myndina og aktu áleiðis inn í Þórsmörk. Ef þú sérð leiðina ertu búinn að finna hana. Ef þú kemur að Gígjökli fórstu verulega langt framhjá henni og ættir að snúa við.

Í frumferð var neðsta og efsta haftið ekki vaxið alveg niður, því er hægt að sauma bæði framan og aftan á leiðina ef þeir hlutar eru í aðstæðum

FF: Ívar Finnbogason og Freyr Ingi og Viðar Helgason

Crag Þórsmörk
Sector Grettisskarð
Type Ice Climbing

Giljagaur WI 5

Mynd og nánari staðsettning á Gilsárgljúfri óskast

Innst í Fljótshlíð við mynni Gilsárgljúfurs, austan Þórólfsfells, fóru GHC og JB nýja leið þann 31. október 1998. Fyrri spönnin, sem sést frá veginum, byrjar í frístandandi 40m kerti, upp í stóra gróf þar sem annað 40m kerti tekur við. Mjög falleg leið sem vel þess virði er að keyra alla leið úr bænum fyrir. Leiðina nefndu þeir Giljagaur og er hún 80m, gráðan WI5

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er önnur leið þarna rétt hjá sem heitir líka Giljagaur, sú leið er á leiðinni inn að Gígjökli í Þórsmörk.

Crag Fljótshlíð
Sector Fljótshlíð
Type Ice Climbing

Álið er málið WI 4

Leiðin er staðsett í Þórólfsárgili í Fljótshlíð, norðvestan við Þórólfsfell

Þórólfsárgljúfur

Keyrt inn Fljótshlíðina. Um er að ræða gil/gljúfur sem er skammt innan við innsta bæinn í Fljótshlíð, Fljótsdal. Gengið er inn gilið nokkur hundruð metra. Þá opnast lítið hliðargil á vinstri hönd þar sem sést í leiðirnar. Gengið upp brekku nokkra tugi metra

Klifrið hefst á þægilegu hafti upp á eilítinn stall. Því næst tekur við allbrattur kafli sem leiðinlegt er að tryggja, upp á annan og minni stall. Þá tekur við síðasti bratti kaflinn, með einkennilegri hreyfingu upp úr hinum eiginlega ísfossi. Lokakaflinn er mosa/gras/grjótspól upp úr leiðinni.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1340024/

Myndaseríu úr leiðinni má finna á
http://gudmundurtomasson.photoshelter.com/gallery/20081130-Fljotshlie/G0000EdvTQ50i_Os/C0000cXfay2abrv4

Möguleikar eru fyrir erfitt mix í gilinu

FF: Stefán Örn Kristjánsson, Hlynur Stefánsson, Árni Þór Lárusson, Sveinn Friðrik Sveinsson, Freyr Ingi Björnsson, 21. jan. 2007

Crag Fljótshlíð
Sector Þórólfsárgljúfur
Type Ice Climbing

Eyjafjöll

A. Seljalandsfoss
Það verður sennilega langt langt þar til Seljalandsfoss kemst í aðstæður en á milli hans og Gljúfrabúa myndast nokkrir stuttir og stífir fossar sem hafa verið klifraðir.

  1. Óli prik – WI 5+
  2. Amma dreki – WI 5+
  3. Skál – WI 3+

B. Paradísarheimt
Á sumrin er þessi foss bara pínu strik og nær oft ekki niður fyrir hamagangi í vindinum. Á veturna nær þessi veggur að frjósa og mynda frábærar ísleiðir.

Paradísarheimt snýr í suður og er nánast eingöngu í aðstæðum í lok desember og byrjun janúar. undantekningar geta verið á því en þá er ísinn mjög bakaður og mikið um grjót og íshrun.

Paradísarheimt er nefnd í ársriti Ísalp frá 1989 sem á bls 19 sem klassísk leið, ásamt góðri ferðasögu og lýsingu.

1. Vinstri Paradísarheimt – WI 4
2. Paradísarheimt (Upprunalega útgáfan) – WI 4
3. Hægri Paradísarheimt – WI 4
4. Skoran – WI 4
4a. Paradísarrif – WI 4+/5
5. Dreitill þráðbeinn – WI 5
6. Dreitill – WI 5+
7. Bjarta hliðin – WI 6
8. Afi – WI 5
9. Upphafið af paradís – WI 5
10. Canada dry – WI 5

C. Pöstin

Þekkt sportklifursvæði, sjá nánar á klifur.is. Ein leið hefur verið farin í hömrunum ofan við bæinn Hvamm. Mynd af leiðinni í aðstæðum væri vel þegin.

D. Holtsdalur
Nýtt svæði í mars 2017, ein leið kominn í dalinn. Aðal veggurinn snýr í norð vestur og fær því ekki mikla sól. Grófur og ógreinilegur malarslóði liggur inn eftir sandinum eftir að áin flæddi yfir bakka sína í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins 2010. Stutt approach og möguleiki á 10-15 flottum línum.

  1. Góður mosi – M 5

 

J. Holtsós

Eitthvað af íslínum leynist í Holtsnúp ofan við Holtsós. Ein lína hefur verið skráð

I. Ingimundur

Klifrað hefur verið í dranganum Ingimundi síðan 1988 og er hann því orðinn þekktur á meðal klifrara á Íslandi. Árið 2002 birtist lítill leiðavísir um Ingimund í ársriti Ísalp sem tekur vel fyrir aðkomu að dranganum sem og leiðirnar á honum.

Allar leiðirnar eiga það sameiginlegt að vera dótaklifurleiðir og Stefán Steinar Smárason átti þátt í öllum þremur furmferðunum.

Gengið er upp við bæinn Steina undir Eyjafjöllum. Þar er gengið upp áberandi bratt gil, þar til komið er að eldrauðu berglagi efst í gilinu. Þar er hliðrað til hægri (austur) yfir í næsta gil. Þar ætti að lafa fram af smá klettahafti skipakaðall, óttist eigi, hann er bundinn í mjög fastann stein og að því gefnu að hann veðrist ekki til óbóta, þá er hann merkilega solid. Þar er annað og stærra klettahaft, sem ekki þarf að klífa, heldur hliðra aftur til hægri (austurs) yfir í næsta gil og upp bratta grasbrekku. Eftir það liggur leiðin í grófum gráttum bara upp hliðra aðeins til vintri (vesturs) aftur, þræða á milli hafta.

Hægt að sjá aðkomu leið í 3D hér: Approach

0. Sumarsnjór – 5.9
1. Gul lína: S fyrir Stratos – 5.8
2. Rauð lína: Mundi – 5.6
3. Græn lína: Orginallinn – 5.6
4: Z fyrir Zoidberg – 5.10a

E. Þorvaldseyri

Aðeins er vitað um klifur í Fellsfossi ofan við Þorvaldseyri.

 

F. Seljaland

Möguleiki á flottum línum í þröngum kverkum ofan við Seljavallalaug.

G. Hrútafell

Áberandi veggur úr þokkalega föstu móbergi. Ein leið er þekkt á veggnum, Sárabót Satans

H. Skógar

Ekki hafa verið farnar margar línur á Skógum, aðeins ein eins og er í spreyinu frá Skógafossi

 

Fljótshlíð

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Fljótshlíð
Nokkrir fossar hafa verið klifraðir á leiðinni inn Fljótshlíðina

Ísalp rekur Tindfjallaskála þarna uppfrá, sem er tilvalinn til að gista í ef stefnt er á einhver góð mission í nágreninu.

Klakahöllin WI 5

Leið númer 64b. á mynd, hægra (austan) megin við Stynjanda.

Byrjar í stórri hvelfingu austan við Þvergil.

Jón Haukur skrifaði greinina “Fjórtán feitir fílar á flugi, eða…” um ferðina og birtist hún í ársriti Ísalp 1992 https://www.isalp.is/arsrit

FF: Páll Sveinsson, Guðmundur Helgi og Jón Haukur, 10. maí 1992

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing

Bekri M 4+

Leið númer 64a. á mynd. er á horninu við Klakahallarhvelfinguna, austan megin við Stynjanda

M 4/5 – WI 4

Leiðin er í Hrútadal í Esju og um klukkustundar gangur er upp að henni frá Eyrarfjallsvegi (460) í Miðdal.

Leiðin var klifin í fjórum spönnum.

#1 55 metrar, M4/5. Byrjað á klettum en endað á þunnum ís undir bröttu íshafti.
#2 50 metrar, WI 4. 20 metra íshaft og snjóklifur þar fyrir ofan.
#3 50 metrar, Snjóklifur með WI 3 hafti.
#4 25 metrar, snjóklifur sem endaði á hengjuklifri.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Halldór Albertsson

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Mix Climbing

Hrútsauga WI 5

Leið númer 66c. á mynd

Hún er 100 m löng og byrjar nokkrum metrum austan við Þjóðleið 3. Fyrst eru 2 WI 4-5 ísspannir, síðan löng snjóbrekka sem endar í hengju. Þegar leiðin var fyrst klifin var hún mjög tortryggð.

FF: Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi, 1992, 100m

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing

Þvergil WI 3

Leið númer 65

Ísfossinn neðst er aðal “vandamál” leiðarinnar, en stundum hverfur hann í snjó þegar kemur fram á veturinn. Hægt er að fara vinstra megin við ísfossinn og getur það verið auðveldara.

Fyrst farin: 21. nóv. 1983, Ágúst Guðmundsson, Pétur Ásbjörnsson, Örvar Aðalsteinsson.

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing