Hálsbrjótur WI 4

Mynd óskast

Fossinn er í Klettabelti rétt norðan bæjarins Másstaða, Stendur tiltölulega einn þar sem annars er fullt af fossum í þessu sama klettabelti. Gilið fyrir neðan Tekur S laga beygju þar sem Jökullinn braut í sér annað hvert bein.

Brattur og skemmtilegur foss en þó nokkuð þunnur. þarf að síga sömu leið til baka. 60m línur.

FF: Jökull Bergmann, Einar Ísfeld, 30. des. 2002, 60m

Crag Tröllaskagi
Sector Skíðadalur
Type Ice Climbing

Svartur á leik M 10

Leiðin er í stóra þakinu vinstra megin við Nálaraugað. Leið B4 á myndinni.

Klifrað er upp WI4/5 ísþil undir þakinu, ca. 15m (tryggt var með 4 ísskrúfum á þessum kafla).
Þá tekur við ~45° yfirhangandi eðal drytool kafli, 6-8m, sem er afgerandi erfiðasti hluti leiðarinnar (4 boltar í þessum kafla).
Eftir yfirhangið tekur við 6-8m tæknilegur lóðréttur eða létt yfirhangandi klettaveggur (með tveimur boltum) með þunnum ísbunkum upp í tveggja bolta akkeri.
Samtals 6 boltar auk tveggja bolta akkeris.
Lengd leiðarinnar er um 25-30m upp í akkerið en hægt er að klifra  ca. 5m WI3 í viðbót upp slabbið ofan akkerisins (og tryggja þá með skrúfum).

ATH! Gráðuna M10 má ekki taka of hátíðlega og er hún bara til viðmiðunar til að byrja með. Talið er að leiðin sé amk. M9 en gæti verið M9+ og jafnvel M10 (varla meira). Tíminn einn mun leiða það í ljós…

FF: 18. janúar 2016.
Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson

 

===========================

Hér gefur að líta myndaannál um smíði og rauðpunktun leiðarinnar.

Nálaraugað_þak_2

Ca. staðsetning boltanna í klettahluta leiðarinnar.
Þegar leiðin var frumfarin var aðeins meira af í þilinu niðri og bunkarni uppi undir akkeri aðeins stærri. Sennilega er alveg hægt að klifra hana í þynnri aðstæðum en í frumferðinni en þarf þá að leysa toppinn eitthvað öðruvísi…

Crag Brynjudalur
Sector Nálarauga
Type Mix Climbing

Hnjótafjall NA Hryggur

Mynd óskast

Hnjótafjall stendur stakt fyrir botni Svarfaðardals og snýr NA hryggurinn út dalinn. Keyrt er fram að fremsta bæ sem heitir Kot en í stað þess að fara heim að bænum, er beygt inn á slóða sem liggur yfir Heljardalsheiði, honum fylgt 1km.

Stórskemmtilegt brölt í anda NA hryggs Skessuhorns, hægt er að velja mis krefjandi útfærslur. Snjór/Ís/Klettar. Niðurleið er beint vestur af toppnum og svo út dalinn.

FF: Jökull Bergmann, Einar Ísfeld, 28. des. 2002,

III gráða 600m

Crag Tröllaskagi
Sector Svarfaðardalur - Hnjótafjall
Type Alpine

Two fat boys WI 3

Mynd og nánari staðsetning óskast (Er á svæði 1 í Öxnadal)

Vatnsfoss – Bergbúinn í hömrum fyrir ofan bæinn Efstaland, austan meginn í Öxnadal.

Kertaður og lítill ís, miðað við árstímar, áin og mikil bleyta. Fyrst er 6-7 metra kafli sem er nánast lóðréttur en mjög auðveldlega klifraður út af kertuðum ís sem gaf góðar fótfestur. Leiðin endar svo í léttu stalla klifri með fótabaði í lokin. Leiðin er frekar erfið til að tryggja í þessum aðstæðum og notast var við ískrúfur, sling og vörtusvín.

FF: Adam Bridgen, Jón Marinó Sævarsson og Sigurbjörn Jón Gunnarsson, 17. nóv. 2002, 17m

Crag Hörgárdalur
Sector Öxnadalur
Type Ice Climbing

Eiríkur Græni WI 5

Eiríkur Rauði er annaðhvort línan mest til hægri eða mest til vinstri

Í Óshlíðinni, vinstra megin við Eirík Rauða

Sama og Eiríkur Rauði nema síðustu tvær spannirnar, 40 – 50 m af 4 til 4+ og svo 55 m af 5. gr kerti sem liggur upp í þil. Fullt af ís, frekar pumpandi en tæknileg.

FF: Ívar F. og Arnar, 30. mar. 2002, 120m

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Óshlíð
Type Ice Climbing

The Rookie Horror Show WI 4

A waterfall called Grófarlækjarfoss, 1 km west of the farms of Hnappavellir, about 200 meters north from the main road. You can easily see it from the road. There is an narrow gorge continuing up from the waterfall. There is a lot of water in this waterfa

We climbed the waterfall on the right side of the pool underneath it. The first 25 meters were steep and chandeliered on left side but more dry and cauliflowered on the right side and the upper part was WI 3. At the top of the waterfall we could walk on the frozen water, climb couple of 2 meter ice steps and then walk up and out from the gorge to the west side. I put – to the grade because even though it was vertical for a about 15-20 m we could always use the wall on the right to stand and rest.

FF: Ivan Cheeseman, John Jeffery & Einar Sigurðsson, 05. mar. 2002, 40m

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Hnappavellir
Type Ice Climbing

Vígtönnin WI 5

Núpsstaður.

200 m. ofan Núpsstað. Svæðið lengst til vinstri.

Leiðin verður sennilega aldrei léttari en í þessum aðstæðum. Virkilega brött og skemtileg leið. Vígtönnin (The Fang) was first climbed 24th February 2002 by Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson and Einar Sigurðsson. A very beautiful route indeed. This route is the route furthest to the left of the climbing area at Núpsstaður. It is possible that sometime another standing pillar will form few meters to the left of this route. We parked our car at the bus parking at Núpsstaður, and it took us about 15 minutes to walk up to the route. It is in the shadow all the afternoon so the sun was no problem in this freestanding pillar with lot of overhanging icicles around. I definitely recommend this route if you like to climb in a beautiful place.

FF: Þorvaldur Þórsson, Páll Sveinsson og Einar Sigurðsson. 24. feb 2002, 40m

Crag Öræfi, Vestur
Sector Lómagnúpur
Type Ice Climbing

Irpugilskertið WI 3

Í Irpugili sem er 1 1/2 km vestan Hnappavalla í Öræfum. Þar eru landamerki milli Fagurhólsmýrar og Hnappavalla. Gengið fyrir tvö horn í gilinu.

Þetta er kerti, nokkuð bratt og skemtilegar hreyfingar í því, en ekki mjög hátt. Hitt verður að taka fram að þeir sem eru fyrstir til að klifra það eru auk mín og Arons 11 ára sonar míns eru 12 og 13 ára skólasystkini hans sem búa á Hnappavöllum. Kannski að landeigendur eigi sjálfir eftir að nota klifursvæðin sín á Hnappavöllum í fremtiden…

FF: Einar, Aron, Ingimundur og Katrín, 23. feb. 2002, 7m

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Hnappavellir
Type Ice Climbing

Sexí WI 6

Leið númer 4.

Fyrsta ísleiðin norðan, innan, við gilið þar sem Kaptein Kirk er. Skemmtilegar myndir frá Robba úr þessari leið og öðrum má finna hér

Byrjað á að fara út á fríhangandi kerti, við lok þess kemur svo annað fríhangandi kerti. Seinni hlutinn einkenndist svo af blómkálshausum sem voru ekki mikið léttari en kertin. Frábær leið sem er líka virkilega sexy.

FF: Ívar F. Finnbogason, Hjalti Rafn Guðmundsson og Einar Rúnar Sigurðsson, 10. feb. 2002, 40m

 

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Kirkjubæjarklaustur
Type Ice Climbing

Golden Shower M 5+

Leið númer 3. á mynd

Í hlíðinni innan við Stjórnarárgil. Ein af fyrstu línunum handan við hornið.

Byrjar hægra megin við gult ísþil sem nær ekki niður, smá klettapríl upp í þunnan ís. Eftir þunna ísinn í ca. 4-5m hæð kemur þversprunga sem tekur stóra vini (blár og gulur BD). Hliðrað á sprungunni tíl vinstir og út á ísinn, þaðan er svo auðveldur leikur upp á brún. Jafnvægisleið frekar en kraftur.

Leið númer 3a. er ófarin.

FF: Ívar F. Finnbogason og Hjalti Rafn Guðmundsson, 09. feb. 2002

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Kirkjubæjarklaustur
Type Mix Climbing

Kapteinn Kirk M 6+

Kafteinn Kirk goes up a chimney there on the middle of the picture, but at the top they traversed to the left before finishing the overhang

Strompur inni í litlu gili í hlíðinni inn af Stjórnarárgilinu.

Þunnur ís inni í sprungu vinsta meigin í ca. tveggja metra breiðum stompi. Klifra ísinn upp undir þak þar sem hægt er að setja inn lélegan vin, annars hægt að tryggja með útsjónasemi og ísskrúfum, hliðra á klettum undir þaki til hægri og yfir í holurnar í vegnum hægra meigin. Úr holunum er farið upp á ís þakið og upp á brún. Einnig hægt að klifra hærra upp hægrameigin og klifra alla leiðina með axir í ís. Fimm stjörnu leið.

WI 6+/M 6+

FF: Ívar F. Finnbogason og Hjalti Rafn Guðmundsson, 09. feb. 2002

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Kirkjubæjarklaustur
Type Mix Climbing

Sýndarveruleiki WI 4

Leið númer 11 á mynd.

Upplýsingar um hvaða lína er sýndarveruleiki hafa skolast til og því er það ágiskun að leið 11 sé Sýndarveruleiki. Ef einhver hefur betri upplýsingar má endilega koma þeim á klúbbinn.

Önundarfjörður (þar sem Flateyri er)

Keyrt inn í Önundarfjarðarbotn að norðanverðu. Stoppað við bæinn Betaníu (flott nafn). Hvilft þar fyrir ofan hýsir nokkrar skemmtilegar leiðir. Hvilftin ber nafnið Hafradalur.

50m lúmskt brött spönn í byrjun. Síðan taka við léttir 50m sem enda í 15m íshafti.

FF: Rúnar Óli K. og Kristján Jónsson, 12. jan. 2002, tvær og hálf spönn

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Hafradalur
Type Ice Climbing

Flott lína WI 5

Leið númer 1, hinar eru ófarnar

Núpshlíð

Austari(innri) leiðin af tveimur stórum sem snúa til móts við Lómagnúp.

Ein 50m spönn í byrjun (4+), stallur og svo stutt 5. gr. spönn ca. 30m. Eftir stall kemur síðasta spönnin sem er einnig fimmta gráða en einungis um 20m.

FF: Einar, Ívar og Hjalti, 30. des. 2001, 100m

Crag Öræfi, Vestur
Sector Lómagnúpur
Type Ice Climbing

N-18 WI 5

Leið númer 1. á mynd

Næsta gil við Stjórnárgil. Stór lína sem snýr í suður. Fara upp hjá hvíta bústaðnum

Ein spönn, byrjar í aflíðandi en verður brattari þegar ofar dregur. Mögulega léttari þegar meiri ís er. Er frekar fjarkaleg á að sjá.

FF: Hjalti og Ívar, 29. des. 2001, 45m WI 5/+

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Kirkjubæjarklaustur
Type Ice Climbing

Grátmúrinn WI 4

Nokkuð sennilegt að þetta sé mynd af leiðinni, betri mynd óskast

Fyrir ofan þriðja vegskálann er gil. Þetta er neðsti fossinn í gilinu

Þegar upp á vegskálann er komið, er haldið upp gilið. Fossinn virðist alltaf vera frekar blautur en mjög fallegur.

FF: Rúnar Óli Karlsson og Eiríkur Gíslason, 20. des. 2001, 50m

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Óshlíð
Type Ice Climbing