Torsótt WI 4

Mynd af leið óskast

Vegur liggur norður fyrir olíutankana vestan Bláskeggsár. Gengið er um Slysgeira upp með Gljúfurá, sem rennur í Bláskeggsá og þaðan til sjávar vestan Þyrils í Hvalfirði. Svæðið stendur í u.þ.b. 450 metra hæð og er um 45-60 mínútna gangur að leiðunum. Þegar komið er upp á heiðina í um 300 metra hæð kemur svæðið í ljós og blasir leiðin Langsótt við sem stakt kerti. Aðrar leiðir í dalnum eru ekki sjáanlegar fyrr en inn í Gljúfurdal er komið. Þegar komið er upp í dalinn er farið vestan megin við hrygg sem skiptir honum í miðju. Tveir fossar eru þá áberandi og er Torsótt augljósasta línan hægra megin í botni dalsins.

FF: Jón Gauti Jónsson og Leifur Örn Svavarsson, 3. des. 2001, 40m

Crag Hvalfjörður
Sector Gljúfurdalur
Type Ice Climbing

(Icelandic) Varhugaverðar aðstæður á Öræfajökli

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

bjarturFélagi okkar í Alpaklúbbnum hrapaði 20 metra ofan í sprungu í Hvannadalshnjúk á fimmtudaginn síðasta. Hér má lesa viðtal við hann. Það eru greinilega óvenjulegar aðstæður á Öræfajökli á þessum árstíma. Galopnar sprungur og glerhart færi. Förum varlega.

 

 

Jóka póka WI 5

Leið merkt sem 31b.

Gráða WI5, FF: Páll Sveisson, Guðmundur Helgi og Jórun Harðardóttir, Örugglega eitthvað í kringum 1990.

Næsta skál/gil til hægri/vestur miðað við Sóley og Dreyra. Flott leið og alls ekki síðri heldur en Dreyri.

Mestu erfiðleikarnir eru í fyrstu tveim spönnunum sem geta verið allt að 5 gráðu ísklifur, oft er þó hægt að krækja frá helstu erfiðleikum. Síðan kemur snjóklifur með nokkrum íshöftum upp á hrygginn sjálfan þar sem leiðin sameinast öðrum leiðum á svæðinu (Dreyra, Sóley, Austurrif, Skarðshryggur o.s.fr.) síðasta spönninn getur oft verið frauð sem erfitt getur verið að tryggja. Ef mönnum lýst ekki á síðustu spönnina þá er auðvelt að hliðra út í niðurgöngugilið til austurs. Ekki er hægt að komast út úr fyrstu tveim spönnunum nema síga niður.

Ef það er mikill ís þá er hægt að tryggja alla leiðina með ísskrúfum. Annars koma snjóhælar sér vel og bergtryggingar.

Jóka Póka

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshorn
Type Ice Climbing

Um Skessusæti og Miðhrygg

Leið merkt sem 7.

Gráða I/II – 400 m – 1-3 klst.
FF: Ari Trausti Guðmundsson, 1969.

Fjölbreytt og skemmtileg leið. Frá Efraskarði er stefnt á Skessusæti (702 m), sem er lítill tindur undir Miðhrygg og er öllu léttara að koma austan að honum en vestan. Haldið er upp og yfir tindinn og að miðhrygg Skarðshyrnu. Upp hrygginn eru afbrigði að vali fjallamannsins. Þá er oftast farið austan við hrygginn.

 

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshyrna
Type Alpine

Giljagaur

Leið merkt sem 4.

200M. Berg klifur leið í gráðu III. með nokkrum IV. hreyfingum. Hóflega erfið klifurleið. Tvær fyrstu spannirnar eru erfiðastar með hreyfingum af IV. gráðu í þeirri efri. Leiðin byrjar hægra megin á rifinu, í mynni A-Miðgils. 3-4 spannir með léttara brölti í efri hluta. Þokkalegar megintryggingar.

Best er að ganga niður leið 37 um Skessusæti

FF. Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 25. sept. 1982

Athugið að þetta er ekki eini Giljagaurinn á landinu, það er einn inni í Þórsmörk og annar í Fljótshlíð, passið að rulga þeim ekki saman. Ísalp telur að nú sé nóg komið af Giljagaurum, nú sé komið að öðrum jólasveinum sem ekki hafa fengið leiðir nefndar eftir sér, s.s. Hurðaskellir eða Skyrgámur.

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshyrna
Type Alpine

V-Miðgil

Leið merkt sem 3.

Gráða: 2/3 -200 m – 2-3 klst.
Fyrst farin: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 3. jan. 1982.

Mjög falleg klifurleið upp vestara gilið af tveim sem ganga upp á tind Skarðshyrnu. Auðrötuö. Brött höft í neðri hluta leiðarinnar.

Best er að ganga niður leið 37

 

Crag Skarðsheiði
Sector Skarðshyrna
Type Alpine

Á Miðfjallskamb frá Mórfellstaðakoti

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið merkt inn sem 16

Gráða 1-2 – 500 m – 2-3 klst.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 8. okt. 1983.

Löng, en skemmtileg leið. Auðrötuð, en brött í efsta hluta. Að jafnaði fær allan ársins hring.
Frá Mórfellstaðakoti er haldið inn með Mófelli að vestan, upp Mógil og yfir Ok (523 m) að fjallsrótum (1-2 klst). Yfir létt klettabelti, upp hjarnskaflinn og inn i augljóst gil. Oft hengja við toppinn.

Crag Skarðsheiði
Sector Kaldárdalur
Type Alpine

Mórauðihnúkur

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið merkt inn sem 15

Gráða 2 -600 m-ca.2 klst.

FF: Þorsteinn Guðjónsson, desember 1983.

Gengið inn Kaldárdal þar til komið er rétt innan við Mórauðahnúk. Þar er haldið beint upp hlíðina og er hún auðfarin uns kemur efst við brúnina. Þar er klettabelti af 2. gráðu. Til niðurferðar er best að fara norður af Mórauðahnúk vestan megin við Seldal.

Crag Skarðsheiði
Sector Kaldárdalur
Type Alpine

Austurlæna í Katlaklauf

Leið merkt sem 19

Gráða 1 – ca 500 m – 2-5 klst.
Úr botni Hornsdals er stefna tekin á krikann sem gengur niður úr Katlaklauf. Snjólænan er án allra hindrana, en þó skal hafa gaða gát á snjóflóðahættu í gilinu. Fáfarin leið. Úr skarðinu má halda á tind Skessuhorns eða Þverfjallskamb, þá eftir leið nr. 28.

Crag Skarðsheiði
Sector Hornsdalur
Type Alpine

Þverhausarnir

Leið merkt sem 18.

Gráða II. 500m, sirka 3klst. Áhugaverð og fjölbreytt snjóleið. Hægt er að fylgja klettarifinu vinstra megin við gilið í neðri hluta og er þar klifur af IV. gráðu – hættulegt. Leiðin er auðrötuð og fylgir gilinu upp á hrygginn austan við Katlaklauf og þaðan eftir leið 28 á Þverfjallskamb

 

Crag Skarðsheiði
Sector Hornsdalur
Type Alpine

Þverklofið

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 30 í leiðavísi, mynd óskast

Gráða 2 – 1-3 klst.
Enn eitt afbrigðið er að fara um snjólænu utan til á hryggnum. Brött er ofar dregur og að vetri til er hengja við brúnina.

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Katlaklaufsleið

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið merkt inn sem 29

Gráða I/II – 400 m – 1-3 klst.
Fallegra afbrigði á Þverfjallskamb er tvímælalaust, ef haldið er næstum beint upp hrygginn úr Katlaklauf. Þessi leið er mun brattari en aldrei torkleif. Að sumarlagi er hryggurinn einnig vel fær. Leiðin liggur nánast alltaf vestan megin á hryggnum.

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

IceHot1

Route number 1 in the photo.

IceHot1 260m D+ AI4/M4

NV-veggur Kristínartinda var klifinn 31. mars 2016. Kristínartindar er vinsælt göngufjall fyrir ferðalanga í Skaftafelli en sem við best vitum þá er þetta í fyrsta sinn sem NV-veggurinn hefur verið klifraður. Nóg var af sögum um vegginn en lítið til af upplýsingum og besta myndin sem við höfðum af aðstæðum var tekin úr botni Mórsárdals fyrir um það bil mánuði.

Við gengum upp Skaftafellsheiði eftir stígum þjóðgarðsins og fylgdum þeim upp að Gemludal sem liggur undir vesturhrygg Kristínartinda í 700m hæð. Þar yfirgáfum við stiginn og traversuðum undir hlíðar vesturhryggsins. Traversan er varasöm á köflum í 40-50° snjó. Aðal veggurinn byrjar sjálfur í 900m hæð.

Útfrá myndum úr dalnum höfðum áætlað að klifra aðra línu en þegar komið er undir vegginn blasir við hlaðborð af stórkostlegum klifurleiðum og við urðum fljótt afvegaleiddir og völdum línu sem virtist liggja nærri því þráðbeint upp með stöðugum erfiðleikum. Neðst í klettabeltinu er gott stuðlaberg sem stappaði í okkur stálið þar sem ísinn var mjög þunnur í byrjun. Bjartur vildi ólmur fara upp beinasta afbrigðið af leiðinni en eftir að hafa skoðað ísinn nánar féllst hann á að fylgja mér upp hægra afbrigðið sem virtist nokkrum centimetrum þykkara. Heppilega batnaði ísinn þegar ofar dró, um leið og bergið versnaði.

  1. spönn  45m. AI4, vandasamt klifur á þunnum ís og mjög tortryggt fyrstu 15m
  2. spönn 50m. AI3 / M4, Mix kaflinn er hliðrun til vinstri í aðal rennuna og mjög tortryggð.
  3. spönn 40m. AI4
  4. spönn 60m. AI3

Continue reading

Crag Öræfi, Vestur
Sector Kristínartindar
Type Alpine

Video

(Icelandic)