Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Bratt kerti í lítilli hvelfingu rétt vestan við Blómsturvelli. Akið upp slóðan rétt austan við Brúará og þaðan er stutt ganga að fossinum.
Fossinn þótti minna á Svartafoss og þaðan kemur nafnið.
WI4, 20m. Ofan við aðal fossinn eru nokkur styttri og léttari höft.
FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, 10. Jan 2023.
Fallegur foss Fossadal í austanverðum Lómagnúp. Akið vestan megin upp með Núpsvötnum í um 15mín og fossinn blasir við. Ef komið er að austan sést fossinn frá þjóðveginum.
Stutt aðkoma, hægt að ganga upp ánna og klifra tvö stutt upphitunarhöft eða fara upp fyrir skorninginn og inn að fossinum þannig.
Leiðin stefnir upp í augljósa skoru og upp á góðan stall. Klifruð í einni teygðri 60m spönn. Fyrri hlutinn er aflíðandi en verður heldur brattari þegar komið er í skoruna. Ofan við stallinn er möguleiki á styttri en brattari spönn til að klára upp en hún var opin og ófær í frumferð.
FF: Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, 10. Jan 2023
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Hægri leiðin upp úr Geldingagili, byrjar nokkrum metrum frá Beikon og Egg.
spönn WI4, 45m. Stans á stórri og góðri syllu.
spönn WI4/+ 40m, þarna getur myndast áhugaverður blómkálsís í efri hluta vegna spreys frá fossinum fyrir ofan. Hálf hangandi stans í helli vinstra megin við kertið.
spönn WI5+ 35m, bratt og engin hvíld fyrr en rétt neðan við brún.
Eftir fyrstu þrjár spannir má klifra stutt haft og þaðan hægt að fylgja kindagötum til austurs og þá niður í átt að Ungmennafélagslundinum (sjá Kyrrð fyrir lýsingu á niðurleið).
Ef haldið er áfram upp þarf að brölta fram hjá stórgrýti sem loka gilinu. Þá er komið að 40-50m bröttum fossi, líklega WI4+ eða WI5, sem er ófarinn.
Leiðin myndast sjaldan svo ef hún er inni má ekki láta hana fram hjá sér fara.
FF: Árni Stefán Haldorsen, Íris Ragnarsdóttir Pedersen, Daniel Saulite og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, 7.jan 2023.
Walk Virkisjökull until the second plateau and then reach the stream coming from Hvanndalur. Get off the glacier and start to walk up valley until the line.
2 Pitches long route with 3 options for the second, we choose the middle one.
FA: Andrea Fiocca and Matteo Meucci 23/02/2023 WI5 120m
Fyrsta gilið í Illuklettum í Hafrafelli, innar Fremra- og Innra-Hálsgili (Rauð leið á mynd).
Fyrsti þriðjungur leiðarinnar býður upp á nokkur stutt WI3 höft, en efri hlutinn er samfellt WI1-WI2 brölt upp á topp. Heildarhækkun upp á 330 m. Toppað er rétt sunnan við bröttustu klettabeltin og er létt ganga suður niður Háls og þaðan niður kindagötur/stíga að gamla bílastæðinu við rætur Hafrafells.
Aðkoma: annaðhvort er komið ofan frá gönguleiðinni um vesturheiði, eða þá að farið sé inn meðfram Morsá og áin þveruð á lagnaðarís.
Leiðin byrjar á <10 m fallegu kerti sem myndast þar sem Eyjagilslækurinn fellur í gegnum skarð á skáhöllum berggangi niður á aurkeiluna við Morsá (á mynd). Það tekur lengri tíma fyrir þetta kerti að komast í klifranlegt form m.v. nærliggjandi leiðir. Við taka nokkur styttri og léttari höft, en svo löng ganga, >500 m, upp eftir læknum þar til komið er á gönguleiðina um vesturheiði.
FF: áreiðanlega einhver annar, en ef ekki – Tryggvi Unnsteinsson 12. janúar 2023.
Approach: park the car by Glymur park and walk back to the gate of the summerhouses 100m before. Walk the road and take the right brach. next to the houses there are 2 option: or follow the canyon up to the waterfall or go on the left and then by the place, lower on the slope towards the route. If you stay on the right of the canyon going up then you need to go over the route, find a place to cross the stream and then lower and by the slope get into the canyon.
The top part of the route is visible from the road, so easy to check if in condition or not.
FA: Matteo Meucci and Kasper Solveigarson 16/01/2023 WI4 25m
Unfortunately we were just one day too late and the first pitch was almost gone but the rest of the route was in prime conditions.
We did 5 pitches up to WI5
Approach: park the car by the farm (ask permission to farmer) and the after going over the hill point straight to the route , about 15-20min.
Descent: we rappelled down with V-thread and a tree (4 rappel 70m ropes), another option is to get to the top and walk toward Seljalandfoss and then lower by the waterfall of Drifandi, similar to the routes on Paradisarheimt.
Approach: from the visitor center walk about 25′ towards Skaftafellsjökull. Reached the warning sign, turn left and rise up on the gully to reach the route.
Descent: rappel from trees . Might be that is possible to go up the slope and climb down the gully on the left.
FA: Bart Vaganee and Matteo Meucci 10/01/202360m slab WI2/+
Grænafjall lies between Falljökull and Grænafjallsgljúfur in Öræfi.
We climbed one of the most north line (left facing the mountain), more lines are available.
The route start with a little pillar then some transfer pitches and then a short wall. Follows other 2 transfer pitches . We did 6 pitches in total.
Approach: just before the bridge of Falljökullkvisl turn left and follow the pist. better to go right at the first intersection to avoid a very steep bump to cross the little stream if you keep the main pist (straight at first crossing). After parking the car at the end, lower to the river bed on the right and follow, at the beginning along a quarry road but then leave it to follow again the river. Instead of going in Grænafjallsgljufur, go left and then take the gully of the route half way up on the valley. We actually reached the route by going slightly further and going up the ridge on the left of the gully and then traversing right to the route.
Descent: go left towards Falljöll crossing 2-3 streams and then lowering on the slopes
Leiðin er í ísrennu sunnan megin í Brynjudal. Blasir við af bílslóðanum þegar komið er nálægt fyrstu trjánum í skógræktinni. Milli Pétur/Óli/Stubbur og Þrándastaða. Gengið er yfir ána og frekar þægileg aðkoma sé hún lokuð.
Þægilegt þriðju gráðu klifur, hægt er að síga niður eða ganga til vesturs. Mjög fínn kostur fyrir þá sem eru að leita að góðum WI3, bæði upp á klifur, aðkomu, staðsetningu og annað.
FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í janúar 2023.
Næsta leið austan við Fjarska glaður. Létt haft upp í gil þar sem er möguleiki á nokkrum útfærslum. Auðvelt klifur, fín byrjendaleið.
Mjög auðveld niðurganga fyrir vestan “Fjarska glaður”, aðeins brattara að ganga til austurs og brölta niður, allt í lagi ef það eru góðar snjóaðstæður.
Nöfn þessara tveggja leiða eru í stíl við Pétur/Stubbur/Óli
FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, janúar 2023
Bóluhjálmar er 2-3 spannir, WI 2-3+. Fyrsta spönn er 35m WI2+ sem liggur upp að aðal fossinum. Spönn tvö (Aðal fossinn) er 45m WI3+ með tveimur góðum stöllum fyrir loka klifrið. Aðeins ofar er svo 30m af WI2.
Leiðin er stök og liggur aðeins fyrir utan Hörgárdal/Öxnadals svæðið. Hún fær að fljóta með hér þar til Skagaströndin eignast fleiri leiðir
Fossinn rennur úr Úlfstaðagróf í Sólheimafjalli við Blönduhlíð. 10mín ganga er að fossinum ef lagt er við Úlfstaði, 2 mínútna keyrsla frá þjóðveigi 1 er að bænum.
Hægt er að keyra nánast alla leið að fossinum ef farið er út á túnið við bæinn Úlfstaði, spyrja þarf bóndann á Kúskerpi um leyfi.
Gott er að nálgast leiðina frá ungmennafélags lundinum (stóru barrtén) í Svínafelli.
Hægt er að byrja neðarlega með smá brölti eftir læknum og litlum höftum fyrir upphitun.
Leiðin hefst svo á bröttu og mjóu kerti, um 10m, WI4/+. Kertið myndast seint og illa þó efri hluti leiðarinnar myndist vel og hangi lengi inni. Ef kertið tengir ekki er hægt að fara aðeins austar og komast fram hjá því þar (sjá niðurleiðar lýsingu).
Líklega um tvær línulengdir af mest íslausu brölti þar til komið er að næsta fossi. Glæsilegur 25m WI4 foss, brattur í bryjun en gefur svo soldið eftir í seinni helming. Ofan við hann er svo 35m WI3 foss upp breiða rennu.
Hefst á 6-8m WI3 hafti og þaðan stutt labb inn að aðal fossinum sem skiptist í tvennt með syllu á milli. Fyrri spönnin er um 30m WI4+ og sú seinni um 35m WI3+. Ath að klifra efri spönnina varlega þar sem tryggjarinn er tjóðraður beint í skotlínunni.
Leiðin sést illa úr flestum áttum en snýr nokkrun vegin að brúnni yfir Virkisá. Það er eitthvað dinglumdangl fyrir ofan en það tengir sjaldan eða aldrei. Mögulegt verkefni fyrir ofurhuga.
FF.: 31. des 2022 Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen