Hrímkanína
Vinstra megin við suðurodda Vestri Hnapps.
Rime Rabbit, D-, AI3+, 120m
Aðkoma: Frá Sandfelli er hefðbundið eilífðarþramm, líklega best að fara upp á öskjuna, hliðra inn að Hnapp og ganga niður fyrir hann vestan megin. Ef aðstæður og bílakostur leyfir er beinni og styttri leið frá Sléttubjörgum (keyrt upp veginn að mastrinu ofan við Fosshótelið á Hnappavöllum). Eftir því hvað hægt er að keyra langt er aðkoman um 2-4klst og um 700-1200m hækkun. Besta að fara í austur eftir að komið er á jökul (Stigárjökul) og upp á hrygginn sem liggur niður frá Hnapp.
Leiðin liggur upp greinilega kverk rétt vestan við stólpan syðst á Hnapp. Fyrsta spönn var up 50m, nokkuð brött í byrjun (AI3) en brattinn gefur svo eftir og komið í ágætan og nokkuð skýldan stans. Þaðan var farið áfram augljósa rennu í nokkra metra og svo upp til hægri. Þar sést í þröngan skorstein (EK, um AI3+) sem var klifrað upp. Ágætur stans í brekku ofan við skorsteininn, samtals um 40m. Þá er mesta klifrið búið, hrímaðri brekku fylgt áfram upp og svo stutt haft til að komast upp á topp, um 30m.
Af toppi leiðarinnar er stutt ganga á blátoppinn. Þaðan er besta að halda í vestur (í átt að Rótarfjallshnjúk) og niður þá brekku. Ath að það er jaðarsprunga í þeirri brekku og eftir aðstæðum getur verið nauðsynlegt að tryggja yfir hana.
Tryggingar: Ísskrúfur (sem þarf að grafa eftir, gott að hafa skaröxi), Spectrur og mögulega snjóhæll á toppnum og til að komast niður. Bergið er ekkert sérstakt þarna en ef leiðin er klifruð snemma eða seint gætu fleigar og/eða hnetur komið að notum.
Leiðin er nefnd til heiðurs Red.
FF.: Árni Stefán Haldorsen og Kathryn Gilsson, 2. Mars 2023
Crag | Öræfajökull |
Sector | Vestari Hnappur |
Type | Alpine |