Akureyri

Svæðið í kringum Akureyri hentar einstaklega vel til útivistar. Akureyringar hafa príðis góða aðstöðu til að kíkja á skíði, fjallahjól og fjallgöngur. Einnig hafa þeir sportklifursvæðið Munkaþverá og steina til að stunda grjótglímu hingað og þangað í námunda við bæinn.

Í Kjarnaklettum eru nokkrar gamlar dótaklifurleiðir.

Eitthvað hefur verið ísklifrað í kringum bæinn og þá helst í Kjarnaskógi en líka í Munkaþverárgilinu, innar en sportklifurleiðirnar að sjálfsögðu. Svo aðal sectorar Akureyrar eru:

Kjarnaskógur
Þrjú áberandi klettabelti  eru fyrir ofan tjaldsvæðið Hamra. Frá suðri til norðurs eru þetta Langiklettur, Arnarklettur og Krosklettur. Eitthvað er af dótaklifri í Arnarklettum, ber þar helst að nefna leiðina Indjánann sem hefur staðið til að bolta um einhvern tíma sökum þess hve illtryggjanleg hún er. Á veturna myndast ís á vissum stöðum í Langaklett sem heimamenn, sem og aðrir hafa nýtt til ís- og mixklifurs.

  1. Kaldi – M7
  2. Ónefnd – WI 4?
  3. Ónefnd – WI 3?

Glerárgljúfur
Langt og fjölbreytt gil. Mis djúpt en á nokkrum stöðum eru allt að 60m klettar. Mikilfenglegt og hrikalegt gjúlfur og mjög stutt frá bænum.

  1. Mellufær á Glerá – WI 5 

Smábátahöfnin
Lágir klettar við smábátahöfnina inni á Akureyri. Oft verða klettarnir að samfelldu ísþili og því verður erfiðara að greina á milli leiða. Þetta svæði hentar einstaklega vel til ísklifuræfinga og kennslu auk þess að vera mjög aðgengilegt fyrir skottúr eftir vinnu.

  1. Bryggjuball – WI 2/3
  2. Duggi dugg – WI 2/3
  3. Hálfaaldan – WI 2/3
  4. Rúmsjór – WI 2/3
  5. Trausti – WI 2/3
  6. Bryggjupollinn – WI 2

Munkaþverá
Innst í Munkaþverárgilinu, ofan við brúna myndast einhver ís á veggjunum yfir áni. Hér hefur lítillega verið mixklifrað í toprope.

Vaðlaheiði
Ein leið skráð eins og er, Tönnin. Líklega leynast fleiri leiðir á Vaðlaheiðinni

  1. Tönnin – WI 3+

Heimsókn frá Alpaklúbbi Písa í febrúar

Í febrúar eiga ÍSALParar von á heimsókn frá fjórum Ítölum, sem eru meðlimir í Alpaklúbbi Písa.
Þessi heimsókn er fyrsti liðurinn í samstarfi klúbbanna tveggja og standa væntingar til þess að heimsóknir verði framvegis árlegar, þ.e. að við hýsum hóp annað hvert ár og sendum svo hóp hitt árið til Písa.

Ítalskt ísklifur. Mynd: Jonathan Griffith
Ítalskt ísklifur. Mynd: Jonathan Griffith

Þann sjötta febrúar koma til landsins hinir galvösku Giovanni, Vitaliano, Mauro og Fransesco og verða þeir hér á landi til 13.febrúar og taka meðal annars þátt í Ísklifurfestivali klúbbsins.

Continue reading

Lucie Hrozová Fyrirlestur!

Lucie Hrozova

 

Lucie Hrozová er stödd á landinu um þessar mundir og hefur boðist til að halda fyrir okkur stutta tölu og myndasýningu um það sem hún hefur verið að bauka hér og síðustu ár.

Fyrir þá sem hafa ekki heyrt hennar getið þá er Lucie einn færasti mix klifrari í heimi. Einna þekktustu fyrir að hafa frumfarið leiðina Saphira M15- í fyrra vor. Saphira er ein erfiðasta mixleið í bandaríkjunum og ein sú erfiðasta í heimi. Áður hefur hún farið Mustang P-51 (í fyrsta go’i), unnið Ouray mix klifur keppnina og tók þriðju uppferð ever á Ironman M14+.
Þetta er vægast sagt einn færasti klifrari heims og því ætti enginn að láta þetta tækifæri framhjá sér fara.

Hér má sjá hana frumfara Saphira.
https://www.youtube.com/watch?v=RXDEYw-Ccp0

Hrútskýring WI 4+

Leið númer 66b. á mynd

70m, tvær spannir, 110m ef snjóbrekku upp að hengju er bætt við.
Fyrsta spönn byrjar á nokkuð þægilegu klifri upp á litla snjósyllu, þaðan tekur við nokkuð bratt og samfellt klifur. Næsta spönn er aðeins strembnari en með ágætis hvíldum inn á milli.

Orð ársins 2016 er orðið hrútskýring. Orðið var valið í samkeppni sem Ríkisútvarpið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímir – félag stúdenta í íslenskum fræðum stóðu fyrir. Úrslit keppninar voru  kynnt sama dag og leiðin var frumfarin.
Orðið hrútskýring er íslenskun á enska nýyrðinu mansplaining. Orðið lýsir því þegar að karlmaður útskýrir eitthvað fyrir kvennmanni á yfirlætisfullan eða lítilækkandi máta.
http://www.ruv.is/frett/ord-arsins-2016-hrutskyring?qt-sarpur_frontpage=3

FA: Jónas G. Sigurðsson og Bjartur Týr Ólafsson 6. jan 2017.

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing

Hvítur refur WI 5

Route number  66a. in picture

110m, 3 pitches. First a comfortable WI4 up to a snowslope and a belay, then the WI 5- crux pitch, very thin pillar that probably doesn’t connect all the time and then a thicker pillar (not that thick). The last pitch is a WI 4 to a cornice.
On the approach the first accent team saw an artic fox running in the slopes, hence the name Hvítur refur, meaning white fox.
FA: Matteo Meucci and Lorenzo Mazzotta 06. jan 2017
Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing

(Icelandic) Ísklifurfestival Ísalp 2017

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Sæl öll sömul og gleðilegt nýtt ár.
Við viljum byrja árið á að tilkynna að festivalið verður
aðra helgina í febrúar (10.-12.), þannig að þið getið tekið frá dagana fyrir þessa dúndur klifurhelgi.
Við höldum hringferðinni um landið áfram, og stefnan er tekin á Austurland. Nákvæm staðsetning, verð og frekari upplýsingar verða kynntar mjög fljótlega.granni-thjorsardal-23-11-7

Alþjóðlegur klifurfundur BMC í maí 2017

Jon Garside tók myndina
Jon Garside tók myndina

Alpaklúbburinn styrkir tvo meðlimi til þátttöku í Klifurviku British Mountaineering Council 13.-20.maí 2017. Við höfum pláss fyrir einn strák og eina stelpu og þurfa umsækjendur að vera vanir að leiða dótaklifur.

https://www.thebmc.co.uk/bmc-international-meets

Klifrað verður í Bosigran: Sjávarhömrum úr graníti í Cornwall.
https://www.thebmc.co.uk/cornish-sea-cliff-climbing-join-the-bmc-international-meet-2017

Styrkur er 50.000 kr./umsækjanda.

Endilega sendið umsóknir á stjorn hja isalp . is.

BÍS hittingur og útgáfupartý

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Það verður BÍS hittingur í klifurhúsinu á klukkan 17:00. Við erum búnir að setja upp nokkrar nýjar leiðir og vonandi verða drumbarnir settir upp. Smá sárabót fyrst að jólakliffrið verður ekki.

Svo verður að sjálfsögðu magnað útgáfupartý nýja ársritsins klukkan 20:00 á efri hæð kaffi Sólon.

Sjá nánar á facebook viðburði hér.

Frá BÍS móti 2013. Mynd tekin af www.klifurhusid.is
Frá BÍS móti 2013.
Mynd tekin af www.klifurhusid.is

Ísklifurnámskeið

Í síðustu viku stóð ÍSALP fyrir ísklifurnámskeiði fyrir byrjendur. Vel var mætt á námskeiðið, 14 manns á miðvikudagskvöldið og 10 manns á laugardeginu.

Á miðvikudagskvöldinu var farið í gegnum ýmis tæknileg atriðið í klifurhúsinu og á laugardeginum var farið á Sólheimajökul.

Leiðbeinandinn á námskeiðinu var Matteo Meucci og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá laugardeginum

Ice climbing course for beginners

bjoggi_isklifur

ISALP invites it’s members to participate in a two days ice climbing course next week, Wednesday at 8 pm in Klifurhúsið and either Saturday or Sunday (10/11th of December) depending on weather and conditions.

Limited number of participants. Please register through stjorn @ isalp . is and you will get a reply soon confirming the participation. There is no participation fee but the course is open only to members.

Participants have to bring their own ice axes, climbing crampons, stiff shoes, harness, helmet, carabiner and a belay device.

The main instructor will be Matteo Meucci

(picture: courtesy  of Björgvin Hilmarsson)

Vinamissir

Green route in photo

The route follows “Beina brautin” (Red) and then takes a different gully closer to the top. Approach is about seven hours from Svínafellsjökull.

The name “Vinamissir” translates to “Lost friends”, dedicaded to friends that have been lost, one way or another.

FA: Bjartur Týr Ólafsson, Þorsteinn Cameron and Matteo Meucci
15-10-2016
WI3 180m D

Matteo on the approach slopes
Matteo on the approach slopes
Crag Öræfajökull
Sector Hvannadalshnjúkur
Type Alpine

Video

Chinese hoax M 6+

Route number B16.

Two pitches, first one around M 5 and the other one harder, around M 6/+.

The first pitch follows an obvious crack on the outside of a nose that sticks out, right next to the route Fimm í fötu (2) and the first two meters are the hardest. After about 20m of climbing you get to a ledge, where it is easy and straight forward to make a belay. The second pitch goes up to the right from the belay and heads for a very obvious rock pillar, that looks alarmingly loose. Surprisingly it did not move and there is a lot of stuff that’s going to fall down before that one. After that section you traverse over a slab, directly under the massive an obvious roof. At the end og the traverse, you get into a very wide crack in a very flared corner. This is the crux of the whole route, tricky axe and feet placements and hard to belay, best option for belay is if you brought along a size 5 camalot but 4 might work as well. After about 3m of this you get easyer climbing, better placements, but the corner is still flared and all movement is tricky, but easier than before. At the top you can make a good belay and also extend it to the top bolt of Fimm í fötu.

The route was first accented on trad onsight but the plan is to place some bolts in it. It had a lot of loose rock, but majority of it was thrown down, so it should be allright and free of the most obvious hazards.

The name is a reference to a debated newly elected president of America, that claims that climate change is just a hoax made by the Chinese. The first accent was done on the 30th of november 2016 in 3°C heat, with almost no ice on either side of the mountain, very unusual for the season. Even though the mixroute is dry, it is best to do it while frozen, it has a lot of moss that makes things easier if it is frozen.

 

FA: Matteo Meucci and Jónas G. Sigurðsson 30.11.2016

Crag Múlafjall
Sector Kötlugróf
Type Mix Climbing